Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Árni Sæberg skrifar 2. júní 2021 11:30 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Isavia Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. Viðbygging við Leifsstöð mun rísa austur af núverandi flugstöðvarbyggingu. Í tilkynningu frá Isavia segir að um sé að ræða mikilvægan lið í uppbyggingaráætlun flugvallarins. Þjónusta við farþega batni og afkastageta flugvallarins aukist með tilkomu viðbyggingarinnar. Verktakafyrirtækið Ístak vinnur jarðvegsvinnu vegna viðbyggingarinnar. Framkvæmdastjóri Ístaks, Karl Andreassen, og forstjóri Isavia, Sveinbjörn Indriðason, undirrituðu samning þess efnis rétt fyrir fyrstu skóflustungu. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, eftir undirritun samnings.Isavia Hlutafjáraukning í janúar forsenda framkvæmda „Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Ákvörðun okkar frá í vetur um að auka hlutafé í Isavia sendi skýr skilaboð um að þrátt fyrir tímabundið ástand í heimsfaraldri vissum við að bjartari tíð væri fram undan.“ segir Bjarni Benediktsson. Hlutafjáraukning sú er Bjarni minnist á var samþykkt þann 12. janúar síðastliðinn og hljóðaði upp á 15 milljarða. Forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna hafa gert félaginu kleift að auka umfang áður fyrirhugaðra framkvæmda við flugstöðina. Umfang framkvæmdanna er umtalsvert en um er að ræða fjárfestingu upp á 20,8 milljarða króna. Það gerir framkvæmdirnar þær stærstu sem ráðist hefur verið í hér á landi, frá upphafi faraldurs COVID-19. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir skóflustungu.Isavia Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf Suðurnesja Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur löngum verið stærsti atvinnuveitandi Suðurnesja en starfsemi hennar hefur legið í hálfgerðum dvala í faraldrinum. Því fylgdu uppsagnir og aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Fjölmörg ný störf verða til, ekki síst á Suðurnesjum, en það góða svæði mun nú taka við sér af krafti eftir tímabundna lægð í faraldrinum,” segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Stórbætt þjónusta Forstjóri Isavia segir umbyltingu verða á farangursmóttöku og á efri hæð muni verslunarrými aukast og biðsvæði stækka. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm, en þau fara úr 14 í 17 talsins, sem er gríðarlega stórt skref í átt að bættri þjónustu við flugfélög og flugfarþega. Bjarni nýtti stærðarinnar gröfu við fyrstu skóflustungu, undir handleiðslu starfsmanns Ístaks.Isavia Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Viðbygging við Leifsstöð mun rísa austur af núverandi flugstöðvarbyggingu. Í tilkynningu frá Isavia segir að um sé að ræða mikilvægan lið í uppbyggingaráætlun flugvallarins. Þjónusta við farþega batni og afkastageta flugvallarins aukist með tilkomu viðbyggingarinnar. Verktakafyrirtækið Ístak vinnur jarðvegsvinnu vegna viðbyggingarinnar. Framkvæmdastjóri Ístaks, Karl Andreassen, og forstjóri Isavia, Sveinbjörn Indriðason, undirrituðu samning þess efnis rétt fyrir fyrstu skóflustungu. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, eftir undirritun samnings.Isavia Hlutafjáraukning í janúar forsenda framkvæmda „Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Ákvörðun okkar frá í vetur um að auka hlutafé í Isavia sendi skýr skilaboð um að þrátt fyrir tímabundið ástand í heimsfaraldri vissum við að bjartari tíð væri fram undan.“ segir Bjarni Benediktsson. Hlutafjáraukning sú er Bjarni minnist á var samþykkt þann 12. janúar síðastliðinn og hljóðaði upp á 15 milljarða. Forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna hafa gert félaginu kleift að auka umfang áður fyrirhugaðra framkvæmda við flugstöðina. Umfang framkvæmdanna er umtalsvert en um er að ræða fjárfestingu upp á 20,8 milljarða króna. Það gerir framkvæmdirnar þær stærstu sem ráðist hefur verið í hér á landi, frá upphafi faraldurs COVID-19. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir skóflustungu.Isavia Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf Suðurnesja Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur löngum verið stærsti atvinnuveitandi Suðurnesja en starfsemi hennar hefur legið í hálfgerðum dvala í faraldrinum. Því fylgdu uppsagnir og aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Fjölmörg ný störf verða til, ekki síst á Suðurnesjum, en það góða svæði mun nú taka við sér af krafti eftir tímabundna lægð í faraldrinum,” segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Stórbætt þjónusta Forstjóri Isavia segir umbyltingu verða á farangursmóttöku og á efri hæð muni verslunarrými aukast og biðsvæði stækka. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm, en þau fara úr 14 í 17 talsins, sem er gríðarlega stórt skref í átt að bættri þjónustu við flugfélög og flugfarþega. Bjarni nýtti stærðarinnar gröfu við fyrstu skóflustungu, undir handleiðslu starfsmanns Ístaks.Isavia
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira