Hlupu til minningar um ellefu ára dreng sem lést af slysförum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 20:27 Bekkjarfélgar Maxa, foreldrar og kennarar komu saman á laugardag til að minnast hans. Instagram/hildurd Um sjötíu manna hópur hljóp í Stjörnuhlaupinu á laugardag til minningar um Maximilian, ellefu ára dreng sem lést af slysförum í september á síðasta ári. Margir úr hópnum eru þegar búnir að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og verður minningu hans einnig haldið á lofti þar. Bekkjarsystkin Maxa tóku þátt í hlaupinu á laugardag.Instagram/hildurd Hugmyndin um hópinn fæddist fyrir nokkru síðan en Hildur Dungal, skipuleggjandi hópsins Team Maxi, móðir Maximilians og fleiri vinkonur fóru að hittast vikulega til að ganga saman í kjölfar dauðsfalls hans. Úr varð labbrabb gönguhópurinn. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir um þremur vikum. Einn af bestu vinum yngsta stráksins míns, sem er 12 ára, lést í september, og við vildum gera eitthvað til þess að minnast hans,“ segir Hildur Dungal, sem skipulagði hópinn Team Maxi. Hópurinn sem hljóp til minningar um Maxa var fjölmennur.Instagram/hildurd Hún segir að foreldrar Maxa hafi tekið vel í hugmyndina og að þá hafi hún farið í það að bjóða bekkjarfélögum hans, foreldrum þeirra og kennurum að taka þátt í hlaupinu með hópnum. „Og við fengum alveg rosalega góð viðbrögð. Við bættust vinir og fjölskylda og úr varð um 70 manna hópur. Þetta endaði því sem mjög góð samverustund þar sem allir komu saman, hlupu, löbbuðu, spjölluðu, hlógu og minntust Maxa,“ segir Hildur. Hún segir það hafa verið mikið áfall fyrir bekkjarfélaga og foreldra þeirra þegar fréttirnar um andlátið bárust. Maxi lést af slysförum í september síðastliðnum. Maraþonhlauparinn og Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson, gekk til liðs við hópinn og hljóp til minningar um Maxa.Aðsend „Þetta var auðvitað mikið áfall og þess vegna mikilvægt að við kæmum öll saman til að minnast Maxa. Það eru allar líkur á því að Team Maxi mæti að minnsta kosti árlega í hlaup,“ segir Hildur. Vinir Maxa komu saman til að minnast hans.Instagram/hildurd Garðabær Hlaup Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Bekkjarsystkin Maxa tóku þátt í hlaupinu á laugardag.Instagram/hildurd Hugmyndin um hópinn fæddist fyrir nokkru síðan en Hildur Dungal, skipuleggjandi hópsins Team Maxi, móðir Maximilians og fleiri vinkonur fóru að hittast vikulega til að ganga saman í kjölfar dauðsfalls hans. Úr varð labbrabb gönguhópurinn. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir um þremur vikum. Einn af bestu vinum yngsta stráksins míns, sem er 12 ára, lést í september, og við vildum gera eitthvað til þess að minnast hans,“ segir Hildur Dungal, sem skipulagði hópinn Team Maxi. Hópurinn sem hljóp til minningar um Maxa var fjölmennur.Instagram/hildurd Hún segir að foreldrar Maxa hafi tekið vel í hugmyndina og að þá hafi hún farið í það að bjóða bekkjarfélögum hans, foreldrum þeirra og kennurum að taka þátt í hlaupinu með hópnum. „Og við fengum alveg rosalega góð viðbrögð. Við bættust vinir og fjölskylda og úr varð um 70 manna hópur. Þetta endaði því sem mjög góð samverustund þar sem allir komu saman, hlupu, löbbuðu, spjölluðu, hlógu og minntust Maxa,“ segir Hildur. Hún segir það hafa verið mikið áfall fyrir bekkjarfélaga og foreldra þeirra þegar fréttirnar um andlátið bárust. Maxi lést af slysförum í september síðastliðnum. Maraþonhlauparinn og Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson, gekk til liðs við hópinn og hljóp til minningar um Maxa.Aðsend „Þetta var auðvitað mikið áfall og þess vegna mikilvægt að við kæmum öll saman til að minnast Maxa. Það eru allar líkur á því að Team Maxi mæti að minnsta kosti árlega í hlaup,“ segir Hildur. Vinir Maxa komu saman til að minnast hans.Instagram/hildurd
Garðabær Hlaup Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira