Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 16:58 Frá mótmælum gegn einræðisstjórn Lúkasjenka í Portúgal. Mótmælandi heldur á spjaldi með mynd af Roman Protasevits og kærustu hans sem voru handsömuð þegar hvítrússnesk yfirvöld stöðvuðu för farþegaþotu Ryanair í síðasta mánuði. Vísir/EPA Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneskum fjölmiðlum að Stephan Latypov sé enn lifandi eftir að hann reyndi að skera sig á háls. Lögreglumenn hafi í fyrstu ekki fundið lykil að fangabúrinu og Latypov hafi þegar verið meðvitundarlaus þegar þeir komust að honum. AP-fréttastofan lýsir atvikinu sem svo að Latypov hafi reynt að stinga sjálfan sig í hálsinn með penna til þess að mótmæla kúgun hvítrússneskar stjórnvalda. Honum sé nú haldið sofandi á sjúkrahúsi. Á myndbandsupptökum úr dómsalnum sjáist hann liggjandi á bekk á meðan lögreglumenn bogra yfir honum og áhorfendur í dómsal öskra. Á öðru myndbandi sjáist Latypov borinn út í sjúkrabíl með að því er virðist blóð á skyrtunni sinni. Sviatlana Tsikhanouskaya, stjórnarandstæðingur sem er í útlegð, tísti um að Patypov væri hvítrússneskur aðgerðasinni og pólitískur fangi. Honum hefði verið hótað með ofsóknum gegn fjölskyldu hans ef hann játaði ekki á sig sök. „Þetta er afleiðing hryðjuverka ríkisins, kúgunar, pyntinga í Hvíta-Rússlandi. Við verðum að stöðva þær strax!“ tísti Tsikhanouskaya. AP segir að áður en Latypov reyndi að stinga sig í hálsinn hafi hann sagt föður sínum að lögreglan hefði hótað honum að hefja sakamálarannsókn á ættingum og vinum ef hann játaði ekki sök. Undirbúa refsiaðgerðir vegna handtökur Protasevits Latypov var handtekinn í september í umfangsmiklum aðgerðum stjórnar Lúkasjenka til þess að berja niður andóf og fjölmenn mótmæli í kjölfar umdeildra forsetakosninga í ágúst. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn máluðu yfir slagorð stjórnarandstöðunnar sem höfðu verið krotuð á vegg. Yfirvöld ákærðu Latypov fyrir að skipuleggja óeirðir, sýna lögreglu mótþróa og fjársvik. Í fjölmiðlum hefur hann verið sakaður um að hafa ætlað að eitra fyrir lögreglumönnum. Hann hefur neitað allri sök. Evrópusambandið er nú sagt undirbúa refsiaðgerðir gegn hvítrússneska ríkisflugfélaginu og hópi embættismanna hjá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að Lúkasjenka lét stöðva för evrópskrar farþegaþotu til að hafa hendur í hári andófsmanns í útlegð fyrir rúmri viku. Þá segir Reuters að frekari efnahagsþvinganir gegn stjórn Lúkasjenka séu á teikniborðinu. Evrópskir ráðamenn hafa sakað hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau þvinguðu þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til að lenda í Minsk. Þegar vélin lenti nauðug þar handtóku yfirvöld Roman Protasevits, ungan blaða- og andófsmann, og kærustu hans sem voru um borð. Þau eru nú í haldi hvítrússneskra stjórnvalda, sökuð um að hafa lagt á ráðin um mótmælin í fyrra. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneskum fjölmiðlum að Stephan Latypov sé enn lifandi eftir að hann reyndi að skera sig á háls. Lögreglumenn hafi í fyrstu ekki fundið lykil að fangabúrinu og Latypov hafi þegar verið meðvitundarlaus þegar þeir komust að honum. AP-fréttastofan lýsir atvikinu sem svo að Latypov hafi reynt að stinga sjálfan sig í hálsinn með penna til þess að mótmæla kúgun hvítrússneskar stjórnvalda. Honum sé nú haldið sofandi á sjúkrahúsi. Á myndbandsupptökum úr dómsalnum sjáist hann liggjandi á bekk á meðan lögreglumenn bogra yfir honum og áhorfendur í dómsal öskra. Á öðru myndbandi sjáist Latypov borinn út í sjúkrabíl með að því er virðist blóð á skyrtunni sinni. Sviatlana Tsikhanouskaya, stjórnarandstæðingur sem er í útlegð, tísti um að Patypov væri hvítrússneskur aðgerðasinni og pólitískur fangi. Honum hefði verið hótað með ofsóknum gegn fjölskyldu hans ef hann játaði ekki á sig sök. „Þetta er afleiðing hryðjuverka ríkisins, kúgunar, pyntinga í Hvíta-Rússlandi. Við verðum að stöðva þær strax!“ tísti Tsikhanouskaya. AP segir að áður en Latypov reyndi að stinga sig í hálsinn hafi hann sagt föður sínum að lögreglan hefði hótað honum að hefja sakamálarannsókn á ættingum og vinum ef hann játaði ekki sök. Undirbúa refsiaðgerðir vegna handtökur Protasevits Latypov var handtekinn í september í umfangsmiklum aðgerðum stjórnar Lúkasjenka til þess að berja niður andóf og fjölmenn mótmæli í kjölfar umdeildra forsetakosninga í ágúst. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn máluðu yfir slagorð stjórnarandstöðunnar sem höfðu verið krotuð á vegg. Yfirvöld ákærðu Latypov fyrir að skipuleggja óeirðir, sýna lögreglu mótþróa og fjársvik. Í fjölmiðlum hefur hann verið sakaður um að hafa ætlað að eitra fyrir lögreglumönnum. Hann hefur neitað allri sök. Evrópusambandið er nú sagt undirbúa refsiaðgerðir gegn hvítrússneska ríkisflugfélaginu og hópi embættismanna hjá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að Lúkasjenka lét stöðva för evrópskrar farþegaþotu til að hafa hendur í hári andófsmanns í útlegð fyrir rúmri viku. Þá segir Reuters að frekari efnahagsþvinganir gegn stjórn Lúkasjenka séu á teikniborðinu. Evrópskir ráðamenn hafa sakað hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau þvinguðu þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til að lenda í Minsk. Þegar vélin lenti nauðug þar handtóku yfirvöld Roman Protasevits, ungan blaða- og andófsmann, og kærustu hans sem voru um borð. Þau eru nú í haldi hvítrússneskra stjórnvalda, sökuð um að hafa lagt á ráðin um mótmælin í fyrra.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira