Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Frosti Logason skrifa 1. júní 2021 09:00 Árný er einstaklega hæfileikarík tónlistarkona sem gaman verður að fylgjast með á næstunni. Ísland í dag „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. Ekki margir hafa heyrt um Árný, enn sem komið er, en það á mjög líklega eftir að breytast hratt á næstu misserum. Margir innan tónlistarbransans eru nefnilega farnir að hvísla nafni hennar sín á milli en við hjá Íslandi í dag heyrðum fyrst af henni frá upptökustjóranum kunna Kidda í Hjálmum, en hann er einmitt að stýra upptökum á hennar fyrstu breiðskífu í stúdíó Hljóðrita um þessar mundir. Miðað við allt umtalið sem þessi unga hæfileika kona er að fá stóðumst við ekki mátið og hálfpartinn tróðum við okkur inn í hljóðverið þar sem þau voru á kafi í upptökuvinnu í síðustu viku. Og viti menn, þessi stúlka stendur fyllilega undir öllu því sem um hana er sagt. Þvílíkir náttúruhæfileikar og einlægni í hennar frumsömdu tónlist sem við eigum eflaust eftir að heyra mikið af í framtíðinni. Ísland í dag settist niður með Árnýju og má sjá innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Enginn annar í tónlist „Ég byrjaði í tónlistarskóla þegar ég var svona sex ára,“ segir Árný. Henni fannst klassíska píanónámið samt ekkert sérstaklega skemmtilegt. „Þetta var klassík og maður er einhvern veginn fastur inni í einhverju boxi og fær ekki að gera neitt sem maður vill.“ Hún segist svo hafa fengið gítar í fermingargjöf og síðan var það nokkrum árum seinna eða um haustið 2018 þegar hún var sautján ára gömul sem hún byrjaði að semja sín eigin lög. Þá kom mjög fljótlega í ljós að það lá mjög vel fyrir henni að spila á gítarinn og syngja um leið en þar virðist Árný búa yfir einhverjum náttúruhæfileikum sem fá þá reyndustu í bransanum til að gapa af undrun. Árný segist sjálf ekki hafa hugmynd um hvaðan hún hefur þessa hæfileika. „Það er enginn í tónlist í fjölskyldunni, bara ekkert. Það eru allir bara að gera eitthvað allt annað.“ Innblásturinn og áhrifin fær Árný úr ýmsu í umhverfinu, til dæmis veðrinu. Reynsla og tilfinningar geta líka orðið kveikjan að nýju lagi. „Þetta bara einhvern veginn kemur út. Oftast ef það er eitthvað eða gerðist eitthvað leiðinlegt einn daginn þá kemur það einhvern veginn út í lagi, sem virkar mjög vel til að nota sem útrás.“ Erfitt að trúa þessu Sem fyrr segir er það ekkert launungarmál að Árný er umtöluð í bransanum. Margir af færustu tónlistarmönnum landsins hafa óskað eftir því að vinna með henni og mörg plötufyrirtæki eru strax farin að gera hosur sínar grænar og vilja gefa hana út. Árný segir þetta vera mjög undarlega tilfinningu enda lýsir hún sjálfri sér bara sem sveitastelpu frá Ísafirði sem skilji ekki alveg allan þennan æsing og fannst henni hálf vandræðalegt þegar ég fór að tala um að hún hefði augljóslega sérstakan hæfileika þegar kemur að tónlistarsköpun og flutningi. „Ég er enn svolítið að finna út úr því, því það er erfitt að trúa því.“ Leið Árnýjar inn í tónlistarbransann á Íslandi var nokkuð tilviljunarkennd. Upprunalega var það hinn magnaði tónlistarmaður Högni Egilsson sem heyrði af henni í gegnum stjúpsystur sína sem bjó á Ísafirði og fékk hann hana til að syngja með sér lag fyrir kvikmyndina Þriðja pólinn fyrir tveimur árum. Eftir það hélt Árný áfram í menntaskólanum á Ísafirði og fór svo út í lýðháskóla í Danmörku en þegar hún kom aftur heim ákvað hún að mana sig upp í að hafa samband við Högna og biðja hann um að hjálpa sér. „Það er ótrúlega erfitt að vera innilokaður inni í tónlistinni á Ísafirði.“ Árný er á fullu í upptökum núna.ísland í dag Vinur með einum virtasta upptökustjóra Íslands Högni stakk upp á því að þau myndu kíkja á Guðmund Kristinn Jónsson eða Kidda Hjálm. Í þættinum var sýnd upptaka frá því þegar Kiddi Hjálmur hitti Árnýju í fyrsta skiptið en Kiddi er fyrir löngu síðan orðin einn virtasti upptökustjóri landsins. Hann hefur meðal annars unnið mikið á bak við tjöldin með Ásgeiri Trausta sem var einmitt líka 19 ára eins og Árný þegar Kiddi byrjaði að vinna með honum fyrst. Ásgeir er einn af þeim íslensku tónlistarmönnum sem hefur gengið mjög vel á erlendri grundu á undanförnum árum, og á Kiddi án nokkurs vafa talsverðan heiður af þeirri velgengni. Hann varð strax heillaður af spilamennsku Árnýjar. „Hún rennir í held ég tíu lög,“ segir Kiddi um þessa fyrstu heimsókn. Hún fór í gegnum töku eftir töku án þess að hika og hann áttaði sig á því strax að hún væri alvöru. „Þetta fannst mér allt geggjuð lög, þetta er músík sem ég tengi við.“ Búin að bíða lengi Kiddi segir að það hafi verið lán í óláni að Árný hafi gleymt textamöppunni sinni eftir fyrstu heimsóknina því það hefði gefið honum afsökun til að biðja hana um að koma aftur í stúdíóið. „Ég spyr, áttu fleiri lög? og þá komu bara tíu önnur lög. Þá var ég alveg viss, ég verð að fá að vera með í þessu ævintýri. Ég held að þarna sé eitthvað að byrja. Hún semur lögin og textana og það eru sögur og æðislegar myndir sem teiknast upp.“ Kiddi og Árný eru nú langt komin með upptökur á stórri plötu og segir Árný að samstarfið hafi gengið ótrúlega vel og verið skemmtilegt. Sem fyrr segir hafa mörg plötufyrirtæki sýnt tónlist Árnýjar áhuga en hún segist ætla taka þetta í litlum skrefum til að byrja með og vanda vel til verka, enda að mörgu að huga þegar upprennandi listamenn eru að stíga sín fyrstu skref í bransanum. „Þetta er ótrúlega skrítið því maður er búinn að vera búinn að bíða eftir þessu svo lengi.“ Tónlist Ísland í dag Ísafjarðarbær Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Ekki margir hafa heyrt um Árný, enn sem komið er, en það á mjög líklega eftir að breytast hratt á næstu misserum. Margir innan tónlistarbransans eru nefnilega farnir að hvísla nafni hennar sín á milli en við hjá Íslandi í dag heyrðum fyrst af henni frá upptökustjóranum kunna Kidda í Hjálmum, en hann er einmitt að stýra upptökum á hennar fyrstu breiðskífu í stúdíó Hljóðrita um þessar mundir. Miðað við allt umtalið sem þessi unga hæfileika kona er að fá stóðumst við ekki mátið og hálfpartinn tróðum við okkur inn í hljóðverið þar sem þau voru á kafi í upptökuvinnu í síðustu viku. Og viti menn, þessi stúlka stendur fyllilega undir öllu því sem um hana er sagt. Þvílíkir náttúruhæfileikar og einlægni í hennar frumsömdu tónlist sem við eigum eflaust eftir að heyra mikið af í framtíðinni. Ísland í dag settist niður með Árnýju og má sjá innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Enginn annar í tónlist „Ég byrjaði í tónlistarskóla þegar ég var svona sex ára,“ segir Árný. Henni fannst klassíska píanónámið samt ekkert sérstaklega skemmtilegt. „Þetta var klassík og maður er einhvern veginn fastur inni í einhverju boxi og fær ekki að gera neitt sem maður vill.“ Hún segist svo hafa fengið gítar í fermingargjöf og síðan var það nokkrum árum seinna eða um haustið 2018 þegar hún var sautján ára gömul sem hún byrjaði að semja sín eigin lög. Þá kom mjög fljótlega í ljós að það lá mjög vel fyrir henni að spila á gítarinn og syngja um leið en þar virðist Árný búa yfir einhverjum náttúruhæfileikum sem fá þá reyndustu í bransanum til að gapa af undrun. Árný segist sjálf ekki hafa hugmynd um hvaðan hún hefur þessa hæfileika. „Það er enginn í tónlist í fjölskyldunni, bara ekkert. Það eru allir bara að gera eitthvað allt annað.“ Innblásturinn og áhrifin fær Árný úr ýmsu í umhverfinu, til dæmis veðrinu. Reynsla og tilfinningar geta líka orðið kveikjan að nýju lagi. „Þetta bara einhvern veginn kemur út. Oftast ef það er eitthvað eða gerðist eitthvað leiðinlegt einn daginn þá kemur það einhvern veginn út í lagi, sem virkar mjög vel til að nota sem útrás.“ Erfitt að trúa þessu Sem fyrr segir er það ekkert launungarmál að Árný er umtöluð í bransanum. Margir af færustu tónlistarmönnum landsins hafa óskað eftir því að vinna með henni og mörg plötufyrirtæki eru strax farin að gera hosur sínar grænar og vilja gefa hana út. Árný segir þetta vera mjög undarlega tilfinningu enda lýsir hún sjálfri sér bara sem sveitastelpu frá Ísafirði sem skilji ekki alveg allan þennan æsing og fannst henni hálf vandræðalegt þegar ég fór að tala um að hún hefði augljóslega sérstakan hæfileika þegar kemur að tónlistarsköpun og flutningi. „Ég er enn svolítið að finna út úr því, því það er erfitt að trúa því.“ Leið Árnýjar inn í tónlistarbransann á Íslandi var nokkuð tilviljunarkennd. Upprunalega var það hinn magnaði tónlistarmaður Högni Egilsson sem heyrði af henni í gegnum stjúpsystur sína sem bjó á Ísafirði og fékk hann hana til að syngja með sér lag fyrir kvikmyndina Þriðja pólinn fyrir tveimur árum. Eftir það hélt Árný áfram í menntaskólanum á Ísafirði og fór svo út í lýðháskóla í Danmörku en þegar hún kom aftur heim ákvað hún að mana sig upp í að hafa samband við Högna og biðja hann um að hjálpa sér. „Það er ótrúlega erfitt að vera innilokaður inni í tónlistinni á Ísafirði.“ Árný er á fullu í upptökum núna.ísland í dag Vinur með einum virtasta upptökustjóra Íslands Högni stakk upp á því að þau myndu kíkja á Guðmund Kristinn Jónsson eða Kidda Hjálm. Í þættinum var sýnd upptaka frá því þegar Kiddi Hjálmur hitti Árnýju í fyrsta skiptið en Kiddi er fyrir löngu síðan orðin einn virtasti upptökustjóri landsins. Hann hefur meðal annars unnið mikið á bak við tjöldin með Ásgeiri Trausta sem var einmitt líka 19 ára eins og Árný þegar Kiddi byrjaði að vinna með honum fyrst. Ásgeir er einn af þeim íslensku tónlistarmönnum sem hefur gengið mjög vel á erlendri grundu á undanförnum árum, og á Kiddi án nokkurs vafa talsverðan heiður af þeirri velgengni. Hann varð strax heillaður af spilamennsku Árnýjar. „Hún rennir í held ég tíu lög,“ segir Kiddi um þessa fyrstu heimsókn. Hún fór í gegnum töku eftir töku án þess að hika og hann áttaði sig á því strax að hún væri alvöru. „Þetta fannst mér allt geggjuð lög, þetta er músík sem ég tengi við.“ Búin að bíða lengi Kiddi segir að það hafi verið lán í óláni að Árný hafi gleymt textamöppunni sinni eftir fyrstu heimsóknina því það hefði gefið honum afsökun til að biðja hana um að koma aftur í stúdíóið. „Ég spyr, áttu fleiri lög? og þá komu bara tíu önnur lög. Þá var ég alveg viss, ég verð að fá að vera með í þessu ævintýri. Ég held að þarna sé eitthvað að byrja. Hún semur lögin og textana og það eru sögur og æðislegar myndir sem teiknast upp.“ Kiddi og Árný eru nú langt komin með upptökur á stórri plötu og segir Árný að samstarfið hafi gengið ótrúlega vel og verið skemmtilegt. Sem fyrr segir hafa mörg plötufyrirtæki sýnt tónlist Árnýjar áhuga en hún segist ætla taka þetta í litlum skrefum til að byrja með og vanda vel til verka, enda að mörgu að huga þegar upprennandi listamenn eru að stíga sín fyrstu skref í bransanum. „Þetta er ótrúlega skrítið því maður er búinn að vera búinn að bíða eftir þessu svo lengi.“
Tónlist Ísland í dag Ísafjarðarbær Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira