Áhorfendur í NBA halda áfram að haga sér eins og kjánar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 20:15 Dwight Howard, miðherji Philadelphia 76ers, horfir á áhorfandann sem gerði sér ferð inn á völlinn í leiknum gegn Washington Wizards í Capitol One höllinni í nótt. getty/Tim Nwachukwu Áhorfandi hljóp inn á völlinn, stökk upp og snerti spjaldið í leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta hljóp áhorfandi niður nokkrar sætaraðir í Capitol One höllinni í Washington, inn á völlinn og snerti spjaldið þegar heimamenn voru að fara í sókn. Einn dómaranna tók eftir áhorfandanum og stöðvaði leikinn. Öryggisverðir í höllinni tækluðu svo manninn og hann var í kjölfarið handtekinn. Þetta er enn eitt dæmið um fáránlega hegðun áhorfenda í úrslitakeppni NBA undanfarna daga. Í gær var stuðningsmaður Boston Celtics handtekinn fyrir að kasta flösku í átt að Kyrie Irving, leikmanni Brooklyn Nets. Þá sturtaði stuðningsmaður Philadelphia poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og stuðningsmenn Utah Jazz hrópuðu ókvæðisorð og beittu fjölskyldu Jas Morant hjá Memphis Grizzlies kynþáttaníði. „Þetta er ekki leikur eða eitthvað rugl. Þú getur ekki bara gert það sem þú vilt og hlaupið um. Þetta er vinnan okkar og við tökum henni mjög alvarlega,“ sagði Westbrook eftir leikinn í nótt sem Washington vann, 122-114. Áhorfendinn sem fann hjá sér þessa knýjandi þörf til að hlaupa inn á völlinn verður væntanlega kærður fyrir framkomu sína og settur í bann frá heimaleikjum Washington í framtíðinni. Staðan í einvígi Washington og Philadelphia er 3-1, Sixers í vil. Næsti leikur liðanna er í Philadelphia. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Þegar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta hljóp áhorfandi niður nokkrar sætaraðir í Capitol One höllinni í Washington, inn á völlinn og snerti spjaldið þegar heimamenn voru að fara í sókn. Einn dómaranna tók eftir áhorfandanum og stöðvaði leikinn. Öryggisverðir í höllinni tækluðu svo manninn og hann var í kjölfarið handtekinn. Þetta er enn eitt dæmið um fáránlega hegðun áhorfenda í úrslitakeppni NBA undanfarna daga. Í gær var stuðningsmaður Boston Celtics handtekinn fyrir að kasta flösku í átt að Kyrie Irving, leikmanni Brooklyn Nets. Þá sturtaði stuðningsmaður Philadelphia poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og stuðningsmenn Utah Jazz hrópuðu ókvæðisorð og beittu fjölskyldu Jas Morant hjá Memphis Grizzlies kynþáttaníði. „Þetta er ekki leikur eða eitthvað rugl. Þú getur ekki bara gert það sem þú vilt og hlaupið um. Þetta er vinnan okkar og við tökum henni mjög alvarlega,“ sagði Westbrook eftir leikinn í nótt sem Washington vann, 122-114. Áhorfendinn sem fann hjá sér þessa knýjandi þörf til að hlaupa inn á völlinn verður væntanlega kærður fyrir framkomu sína og settur í bann frá heimaleikjum Washington í framtíðinni. Staðan í einvígi Washington og Philadelphia er 3-1, Sixers í vil. Næsti leikur liðanna er í Philadelphia. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira