Nú verður því ekki lengur vísað til breska, suðurafríska eða indverska afbrigðisins heldur verður vísað til Alfa-afbrigðisins, Beta-afbrigðisins og svo framvegis.
Breska afbrigðinu var gefinn bókstafurinn Alfa, suðurafríska afbrigðinu Beta, því indverska Delta.
WHO segir að nafnbreytingarnar séu í von um að einfalda umræðu um veiruafbrigðin og til þess að koma í veg fyrir nokkurs konar fordóma. Fyrr í þessum mánuði gagnrýndu indversk yfirvöld að afbrigðið B.1.617.2, sem fyrst greindist í landinu í október, hafi verið nefnt „indverska-afbrigðið,“ þó svo að WHO hafi aldrei vísað til þess þannig.
Today, @WHO announces new, easy-to-say labels for #SARSCoV2 Variants of Concern (VOCs) & Interest (VOIs)
— Maria Van Kerkhove (@mvankerkhove) May 31, 2021
They will not replace existing scientific names, but are aimed to help in public discussion of VOI/VOC
Read more here (will be live soon):
https://t.co/VNvjJn8Xcv#COVID19 pic.twitter.com/L9YOfxmKW7
„Ekkert land ætti að finna fyrir fordómum fyrir að greina og segja frá nýju afbrigði,“ sagði Maria Van Kerkhove, yfirmaður Covid-19 deildar WHO, í tísti.
Nýja nafnakerfið mun ekki koma í stað vísindalegra nafna afbrigðanna, en munu auðvelda almenningi að vísa til þeirra. Greinist meira en 24 afbrigði af veirunni - 24 bókstafir eru í gríska stafrófinu – mun nýtt nafnakerfi verða tekið í gildi og það tilkynnt ef að því kemur.
„Við ætlum ekki að skipta B.1.1.7 út fyrir nýja kerfið, en við erum að reyna að auðvelda hinum almenna borgara að tala um afrigðin,“ sagði Van Kerkhove, í samtali við STAT News.