Landsmenn líklega ofrukkaðir um milljarða af vatnsveitum landsins Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 16:03 Breki segir vatn mannréttindi en ekki eitthvað sem hafa skuli að féþúfu. Honum sýnist blasa við að sveitarfélögin hafi hafi notað vatnsveitur sínar sem féþúfu og greitt út háar arðgreiðslur. Nú liggur fyrir að það er ólögmætt. vísir/vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir mörg sveitarfélaganna nota vatnsveitur sem mjólkurkýr og hafi tekið út háar arðgreiðslur þaðan í gegnum tíðina. Nú liggur úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir eftir yfirferð á gögnum sem sem bárust frá sveitarfélögum og vatnsveitum í þeirra eigu um ákvörðun vatnsgjalds. Loksins, segir Breki. Ráðuneytið telur ástæðu til að taka málefnið til formlegrar umfjöllunar og gefa út sérstakar leiðbeiningar á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga. „Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að vatnsgjald sem lagt er á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga sé þjónustugjald og það leiðir af eðli þjónustugjalda og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt er að taka hærra gjald en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna,“ segir meðal annars í samandreginni niðurstöðu. Vatn mannréttindi en ekki féþúfa „Í stuttu máli þýðir þetta að líkindum að flestar vatnsveitur á landinu hafi ofrukkað undanfarin ár,“ segir Breki spurður um þýðingu þessa og bendir á erindi Neytendasamtakanna þar sem á er bent að Orkuveita Reykjavíkur – vatns og fráveita sf gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. „Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum króna til eiganda síns í fyrra. Svör OR við fyrirspurnum Neytendasamtakanna voru ákaflega loðin og óljós og hafnaði OR að svara frekari spurningum og samstarfi svo hægt væri að varpa ljósi á málið.“ Í kjölfarið sendu þá Neytendasamtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem spurt var um heimild OR til að greiða út arð og hvernig fjármagnskostnaður skyldi reiknaður. „Ég fagna þó þetta hefði mátt koma fyrr. Við kölluðum eftir þessu í lok 2019. Mörg sveitarfélög, meðal annarra Reykjavík, hafa litið á vatnsveitur sem mjólkurkýr og tekið út háar arðgreislur í gegnum tíðina. Það er ólöglegt, eins og sést í leiðbeiningunum, enda vatn mannréttindi, ekki féþúfa.“ Háar fjárhæðir ofteknar af vatnsveitunum Þá segir Breki það vekja athygli að einhver sveitarfélaganna hafa kosið að hunsa fyrirspurnir ráðuneytisins, þrátt fyrir að vera lagalega skyldug til þess að svara. „Áhugavert að vita hvaða sveitarfélög hunsa ráðuneytið. Þá væri áhugavert að fá upplýsingar um hvernig ráðuneytið ætlar að hlutast til um að greiðendum vatnsgjalds verði endurgreidd oftekin vatnsgjöld.“ En nú virðist tónninn í erindisbréfinu vera skamm skamm og ekki gera þetta aftur. Eða mun þetta hafa einhverja þýðingu afturvirkt? „Í ljósi þess hversu stórt málið er og varðar háar fjárhæðir frá mörgum vatnsveitum um allt land, hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að veiturnar endurgreiði notendum oftekin gjöld, eins og það gerði með úrskurði 15. mars 2019 í kærumáli árvökuls félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur OR um að veitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam „að lágmarki“ 2 prósent árið 2016. Orkuveitan endurgreiddi síðan um milljarð, en bara af ofteknum gjöldum ársins 2016,“ segir Breki en niðurstöðu þess máls má sjá hér. Sveitarstjórnarmál Neytendur Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Nú liggur úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir eftir yfirferð á gögnum sem sem bárust frá sveitarfélögum og vatnsveitum í þeirra eigu um ákvörðun vatnsgjalds. Loksins, segir Breki. Ráðuneytið telur ástæðu til að taka málefnið til formlegrar umfjöllunar og gefa út sérstakar leiðbeiningar á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga. „Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að vatnsgjald sem lagt er á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga sé þjónustugjald og það leiðir af eðli þjónustugjalda og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt er að taka hærra gjald en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna,“ segir meðal annars í samandreginni niðurstöðu. Vatn mannréttindi en ekki féþúfa „Í stuttu máli þýðir þetta að líkindum að flestar vatnsveitur á landinu hafi ofrukkað undanfarin ár,“ segir Breki spurður um þýðingu þessa og bendir á erindi Neytendasamtakanna þar sem á er bent að Orkuveita Reykjavíkur – vatns og fráveita sf gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. „Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum króna til eiganda síns í fyrra. Svör OR við fyrirspurnum Neytendasamtakanna voru ákaflega loðin og óljós og hafnaði OR að svara frekari spurningum og samstarfi svo hægt væri að varpa ljósi á málið.“ Í kjölfarið sendu þá Neytendasamtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem spurt var um heimild OR til að greiða út arð og hvernig fjármagnskostnaður skyldi reiknaður. „Ég fagna þó þetta hefði mátt koma fyrr. Við kölluðum eftir þessu í lok 2019. Mörg sveitarfélög, meðal annarra Reykjavík, hafa litið á vatnsveitur sem mjólkurkýr og tekið út háar arðgreislur í gegnum tíðina. Það er ólöglegt, eins og sést í leiðbeiningunum, enda vatn mannréttindi, ekki féþúfa.“ Háar fjárhæðir ofteknar af vatnsveitunum Þá segir Breki það vekja athygli að einhver sveitarfélaganna hafa kosið að hunsa fyrirspurnir ráðuneytisins, þrátt fyrir að vera lagalega skyldug til þess að svara. „Áhugavert að vita hvaða sveitarfélög hunsa ráðuneytið. Þá væri áhugavert að fá upplýsingar um hvernig ráðuneytið ætlar að hlutast til um að greiðendum vatnsgjalds verði endurgreidd oftekin vatnsgjöld.“ En nú virðist tónninn í erindisbréfinu vera skamm skamm og ekki gera þetta aftur. Eða mun þetta hafa einhverja þýðingu afturvirkt? „Í ljósi þess hversu stórt málið er og varðar háar fjárhæðir frá mörgum vatnsveitum um allt land, hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að veiturnar endurgreiði notendum oftekin gjöld, eins og það gerði með úrskurði 15. mars 2019 í kærumáli árvökuls félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur OR um að veitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam „að lágmarki“ 2 prósent árið 2016. Orkuveitan endurgreiddi síðan um milljarð, en bara af ofteknum gjöldum ársins 2016,“ segir Breki en niðurstöðu þess máls má sjá hér.
Sveitarstjórnarmál Neytendur Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira