„Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því“ Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2021 16:00 Helena Sverrisdóttir er á góðri leið með að verða Íslandsmeistari í þriðja skiptið í röð. vísir/bára „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Mér fannst við gera ótrúlega vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir þegar hún mætti í spjall við Pálínu Gunnlaugsdóttir og sérfræðinga Dominos Körfuboltakvölds eftir annan sigur Vals á Haukum. Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og geta landað honum á heimavelli á miðvikudagskvöld. Miðað við frammistöðu Helenu á Ásvöllum í gærkvöld, í 71-65 sigri Vals, hefur hún engan áhuga á að taka lengri tíma en þarf í að landa titlinum. Hún skoraði meðal annars 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að klára þetta,“ sagði Helena sem byrjaði að spila aftur í janúar eftir að hafa eignast sína aðra dóttur aðeins rúmum mánuði áður. Helena er því ekki í sínu allra besta formi en var samt besti maður vallarins í gær: „Maður hatar alltaf undirbúningstímabil þangað til að maður fær það ekki. Þá finnur maður hvað maður þarf það mikið. Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu og allri byrjuninni á tímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því. Mér leið mjög vel [í gær] en auðvitað vill maður bara fara að koma sér í sumarfrí,“ sagði Helena létt í bragði. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Helena mætti í settið Helena varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Haukum árið 2018, skipti svo yfir í Val og tryggði liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu þess. Í fyrra voru Íslandsmeistarar ekki krýndir en Helena gæti landað titlinum þriðja skiptið í röð. Alltaf mikill Haukari inni í mér Helena viðurkennir að auðvitað beri hún taugar til mótherjanna í úrslitaeinvíginu: „Ég er alin upp hérna, pabbi formaður og við vorum saman hérna í mörg ár. Ég bý hérna við hliðina á, það tók mig tvær mínútur að keyra hingað, þannig að auðvitað er ég alltaf mikill Haukari inni í mér. En í dag er ég stoltur Valsari. Mér finnst mjög gaman í Val og þetta lið sem ég er í… það er svo gaman hjá okkur! Við erum allar tilbúnar að berjast fyrir hver aðra og það er bara stuð og stemning hjá okkur,“ sagði Helena áður en Pálína spurði hana út í hvernig væri að tilheyra svo sterku liði eins og Valur er, fullu af landsliðskonum: „Við skiptumst svolítið á. Það er kannski ein heit í dag og svo stigalaus í næsta leik. Það er gaman að vera með svona mikla breidd og aldrei hægt að vita hver stígur upp í hverjum leik. Við erum alltaf með hörkuæfingar, fimm á fimm, og það hjálpar okkur í leikjunum. Við spilum alltaf á háu tempói og erum með mörg vopn, svo það er rosalega erfitt að ætla að stoppa eitthvað eitt hjá okkur.“ Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og geta landað honum á heimavelli á miðvikudagskvöld. Miðað við frammistöðu Helenu á Ásvöllum í gærkvöld, í 71-65 sigri Vals, hefur hún engan áhuga á að taka lengri tíma en þarf í að landa titlinum. Hún skoraði meðal annars 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að klára þetta,“ sagði Helena sem byrjaði að spila aftur í janúar eftir að hafa eignast sína aðra dóttur aðeins rúmum mánuði áður. Helena er því ekki í sínu allra besta formi en var samt besti maður vallarins í gær: „Maður hatar alltaf undirbúningstímabil þangað til að maður fær það ekki. Þá finnur maður hvað maður þarf það mikið. Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu og allri byrjuninni á tímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því. Mér leið mjög vel [í gær] en auðvitað vill maður bara fara að koma sér í sumarfrí,“ sagði Helena létt í bragði. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Helena mætti í settið Helena varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Haukum árið 2018, skipti svo yfir í Val og tryggði liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu þess. Í fyrra voru Íslandsmeistarar ekki krýndir en Helena gæti landað titlinum þriðja skiptið í röð. Alltaf mikill Haukari inni í mér Helena viðurkennir að auðvitað beri hún taugar til mótherjanna í úrslitaeinvíginu: „Ég er alin upp hérna, pabbi formaður og við vorum saman hérna í mörg ár. Ég bý hérna við hliðina á, það tók mig tvær mínútur að keyra hingað, þannig að auðvitað er ég alltaf mikill Haukari inni í mér. En í dag er ég stoltur Valsari. Mér finnst mjög gaman í Val og þetta lið sem ég er í… það er svo gaman hjá okkur! Við erum allar tilbúnar að berjast fyrir hver aðra og það er bara stuð og stemning hjá okkur,“ sagði Helena áður en Pálína spurði hana út í hvernig væri að tilheyra svo sterku liði eins og Valur er, fullu af landsliðskonum: „Við skiptumst svolítið á. Það er kannski ein heit í dag og svo stigalaus í næsta leik. Það er gaman að vera með svona mikla breidd og aldrei hægt að vita hver stígur upp í hverjum leik. Við erum alltaf með hörkuæfingar, fimm á fimm, og það hjálpar okkur í leikjunum. Við spilum alltaf á háu tempói og erum með mörg vopn, svo það er rosalega erfitt að ætla að stoppa eitthvað eitt hjá okkur.“
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“