Erlent

Kínverjar mega nú eignast þrjú börn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Verulega hefur hægt á fólksfjölgun í Kína síðustu ár.
Verulega hefur hægt á fólksfjölgun í Kína síðustu ár. epa/Alex Plavevski

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að heimila pörum að eignast þrjú börn. Breytingin var samþykkt af forsetanum Xi Jinping á fundi miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins.

Greint var frá því á dögunum að fólksfjölgun í Kína væri nú með minnsta móti og sú minnsta í marga áratugi. Um 12 milljón börn fæddust í landinu í fyrra, samanborið við 18 milljón árið 2016.

Árið 2016 bundu stjórnvöld enda á afar umdeilda stefnu sem kvað á um eitt barn á fjölskyldu og heimiluðu pörum að eignast tvö börn. Fæðingum fjölgaði í kjölfarið, árin 2017 en 2018, en mannfjöldaþróunin hefur síðan verið á niðurleið.

„Eitt barn á fjölskyldu“ reglan var kynnt til sögunnar árið 1979 til að draga úr fólksfjölgun. Hún var harðlega gagnrýnd í gegnum árin og leiddi meðal annars til þess að fólk var sektað, missti vinnuna og þá voru konur í sumum tilvikum neyddar til að gangast undir fóstureyðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×