Viðskipti innlent

FlyOver Iceland, bensínstöðvarnar og KFC vinsæl meðal ferðagjafahafa

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
FlyOver Iceland býður upp á sýndarflug yfir íslenska náttúru og kennileiti.
FlyOver Iceland býður upp á sýndarflug yfir íslenska náttúru og kennileiti. Flyover Iceland

FlyOver Iceland var það fyrirtæki sem hagnaðist mest á ferðagjöfinni svokölluðu en KFC reyndist vinsælasti matsölustaðurinn meðal ferðagjafareigenda. Frestur til að nýta ferðagjöf ársins 2020 rennur út á morgun en þá fá landsmenn nýja ferðagjöf sem gildir út ágúst.

Um 184 þúsund manns nýttu sér ferðagjöfina, þar af 158 þúsund að fullu. Notaðar ferðagjafir námu 899 milljónum króna.

Flestir notuðu ferðagjöfina sína á veitingastöðum, sem höfðu 346 milljónir í tekjur af gjöfinni. Alls var 221 milljón notuð á gististöðum, 206 milljónir í afþreyingu og 93 milljónir í samgöngur.

Ferðagjöf FlyOver Iceland nam 48 milljónum króna en þar á eftir komu Olíuverzlun Íslands með 35 milljónir, N1 með 34 milljónir, Íslandshótel með 30 milljónir og KFC með 26 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×