Segir gróðureldavána komna til að vera Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2021 20:49 Frá slökkvistarfi við Guðmundarlund í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu. Til að bregðast við gróðureldaógninni hér á landi hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveðið að setja á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Fær hópurinn það verkefni að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í formi forvarna og fræðslu um gróðurelda, en í hópnum eiga sæti fulltrúar meðal annars frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Félagi slökkviliðsstjóra, Lögreglustjórafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnun, Skógræktinni, Veðurstofunni og Verkís. Nauðsynlegt að bregðast við Regína Valdimarsdóttir, forstöðumaður á sviði brunavarna hjá HMS og formaður starfshópsins, segir nauðsynlegt að við Íslendingar bregðumst við þessari vá þegar í stað. „Veðurfar hefur farið hlýnandi hér á landi og með aukinni gróðursæld að þá er þessi vá komin til að vera og við þurfum að vera í stakk búin að bregðast við.“ Starfshópurinn mun kortleggja nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum er snerta gróðurelda og stuðla að breytingum þar sem þess reynist þörf. Síðast en ekki síst muni hópurinn einbeita sér að því að auka viðbúnað slökkviliða og almennings. Vísir/Vilhelm Regína segir að ýmislegt sé hægt að gera til að bregðast við þessari vá. „Við þurfum að stuðla að ákveðinni vitundarvakningu um þessa vá og að almenningur sé meðvitaður um þetta og geti brugðist við. Gróðureldar koma líka til út af mannavöldum eins og sjá má með atburði víðs vegar um landið, til dæmis í Heiðmörk og annars staðar, þetta er oft af mannavöldum, íkveikja eða einnota grill eða eitthvað, sem verður til þess að það kviknar í gróðri,“ segir Regína Valdimarsdóttir hjá HMS. Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Til að bregðast við gróðureldaógninni hér á landi hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveðið að setja á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Fær hópurinn það verkefni að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í formi forvarna og fræðslu um gróðurelda, en í hópnum eiga sæti fulltrúar meðal annars frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Félagi slökkviliðsstjóra, Lögreglustjórafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnun, Skógræktinni, Veðurstofunni og Verkís. Nauðsynlegt að bregðast við Regína Valdimarsdóttir, forstöðumaður á sviði brunavarna hjá HMS og formaður starfshópsins, segir nauðsynlegt að við Íslendingar bregðumst við þessari vá þegar í stað. „Veðurfar hefur farið hlýnandi hér á landi og með aukinni gróðursæld að þá er þessi vá komin til að vera og við þurfum að vera í stakk búin að bregðast við.“ Starfshópurinn mun kortleggja nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum er snerta gróðurelda og stuðla að breytingum þar sem þess reynist þörf. Síðast en ekki síst muni hópurinn einbeita sér að því að auka viðbúnað slökkviliða og almennings. Vísir/Vilhelm Regína segir að ýmislegt sé hægt að gera til að bregðast við þessari vá. „Við þurfum að stuðla að ákveðinni vitundarvakningu um þessa vá og að almenningur sé meðvitaður um þetta og geti brugðist við. Gróðureldar koma líka til út af mannavöldum eins og sjá má með atburði víðs vegar um landið, til dæmis í Heiðmörk og annars staðar, þetta er oft af mannavöldum, íkveikja eða einnota grill eða eitthvað, sem verður til þess að það kviknar í gróðri,“ segir Regína Valdimarsdóttir hjá HMS.
Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35
Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34