Erlent

B.J. Thomas er dáinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
B.J. Thomas lést í gær vegna lungnakrabbameins.
B.J. Thomas lést í gær vegna lungnakrabbameins. Getty/Mark Reinstein/

Margverðlaunaði tónlistarmaðurinn B.J. Thomas er dáinn, 78 ára að aldri. Thomas lést eftir að hafa glímt við alvarlegt lungnakrabbamein í nokkra mánuði.

Thomas var margverðlaunaður popp-, kántrí- og gospelsöngvari. Hann hlaut fimm Grammy-verðlaun á ferlinum og var meðlimur í Grammy frægðarhöllinni. Thomas seldi meira en 70 milljón eintök af plötum sínum um allan heim og átti átta lög sem náðu upp í fyrsta sæti á Billboard listanum.

Meðal hans þekktustu laga eru Raindrops Keep Falling on My Head, Hooked on a Feeling, I‘m So Lonsome I Could Cry og svo framvegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×