Fimm karlmenn voru handteknir vegna málsins á miðvikudaginn en fjórum þeirra hefur verið sleppt ú haldi gegn tryggingu. Einn þeirra hefur hins vegar verið kærður og mætti fyrir dómara í morgun.
Maðurinn er átján ára gamall og heitir Cameron Deriggs. Samkvæmt umfjöllun The Guardian er hann frá Suður-London.
Sasha var skotin í höfuðið í garðpartýi aðfaranótt síðasta sunnudags. Skyndilega ruddust fjórir dökkklæddir menn þangað inn og hleyptu af skotum.
Sasha var einn helsti forkólfur hreyfingarinnar Black Lives Matter í Bretlandi. Hún hjálpaði einnig til við stofnun nýs stjórnmálaflokks í landinu Taking the Initiative Party, sem mætti kannski helst þýða á íslensku sem Frumkvæðisflokkinn. Flokkurinn leggur áherslu á að koma svörtum stjórnmálamönnum inn á þing.