„Túristinn er mættur“ Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 14:03 Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir fyrirséð að langar raðir geti myndast á Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. „Þetta er líka ferðafólkið. Því er að fjölga svo núna og við erum að reyna að bæta í, mikið af þeim sem eru að koma í fimm daga sýni. Það er eiginlega meira svoleiðis en að þetta séu einkennasýni,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir álagið hafa aukist til muna á Keflavíkurflugvelli undanfarið og því búið að breyta og bæta þjónustuna í skimun þar. Aðstaðan hefur verið flutt út í gáma og yfirferð vottorða er framkvæmd með skilvirkum hætti. „Við erum að bæta verulega í því við erum líka í vottorðaskoðuninni; PCR-vottorð, bólusetningarvottorð og mótefnavottorð. Það er búið að setja upp skoðanaborð í komusalnum í Keflavík. Þetta er heljarinnar prógram í gangi til að mæta auknum ferðamannafjölda,“ segir Ragnheiður. „Það er allt að fara í gang því við ætlum að taka sýni úr öllum og halda þessu fyrirkomulagi áfram eitthvað næstu vikurnar. Veit ekki alveg hversu lengi - Þórólfur ákveður það.“ Suðurlandsbrautin þurfi að taka við þeim sem komi í fimm daga sýnatöku og fyrirséð að það verði umfangsmikið verkefni með tilheyrandi fjölda, enda ferðafólk farið að koma í auknum mæli hingað til lands. „Túristinn er mættur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
„Þetta er líka ferðafólkið. Því er að fjölga svo núna og við erum að reyna að bæta í, mikið af þeim sem eru að koma í fimm daga sýni. Það er eiginlega meira svoleiðis en að þetta séu einkennasýni,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir álagið hafa aukist til muna á Keflavíkurflugvelli undanfarið og því búið að breyta og bæta þjónustuna í skimun þar. Aðstaðan hefur verið flutt út í gáma og yfirferð vottorða er framkvæmd með skilvirkum hætti. „Við erum að bæta verulega í því við erum líka í vottorðaskoðuninni; PCR-vottorð, bólusetningarvottorð og mótefnavottorð. Það er búið að setja upp skoðanaborð í komusalnum í Keflavík. Þetta er heljarinnar prógram í gangi til að mæta auknum ferðamannafjölda,“ segir Ragnheiður. „Það er allt að fara í gang því við ætlum að taka sýni úr öllum og halda þessu fyrirkomulagi áfram eitthvað næstu vikurnar. Veit ekki alveg hversu lengi - Þórólfur ákveður það.“ Suðurlandsbrautin þurfi að taka við þeim sem komi í fimm daga sýnatöku og fyrirséð að það verði umfangsmikið verkefni með tilheyrandi fjölda, enda ferðafólk farið að koma í auknum mæli hingað til lands. „Túristinn er mættur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira