Veður

Á­fram skýjað og rigning

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Áfram veðrur skýjað og rigning á Suður- og Vesturlandi en bjartviðri og þurrt á Norður- og Austurlandi.
Áfram veðrur skýjað og rigning á Suður- og Vesturlandi en bjartviðri og þurrt á Norður- og Austurlandi. Veðurstofa Ísland

Mjög hefur lægt yfir landinu eftir veðurofsa gærdagsins. Aðeins ein gul veðurviðvörun er í gildi fyrir miðhálendið. Suðlægar áttir munu ríkja nú um mánaðarmótin en búast má við að það fari að hlýna þegar líður á vikuna.

Í dag er skýjað að mestu og sums staðar dálítil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en bjartviðri og þurrt norðaustanlands. Áfram er því talsverð hætta á gróðureldum, einkum fyrir norðan, og er vakin athygli á að í gildi er hættustig vegna gróðurelda.

Útlit er fyrir að lægi talsvert í lok næstu viku og létti víða til. Hiti verður þægilegur yfir daginn og ætti að hvetja landann til útiveru, ekki síst á Norðausturlandi þar sem verður hlýjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×