Biden leggur til mestu ríkisútgjöld frá því í seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 23:50 Joe Biden vill hækka útgjöld bandarísku alríkisstjórnarinnar á næsta ári til þess að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og styrkingu velferðarkerfisins. AP/Evan Vucci Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Fjárlög Biden yrðu að hluta til fjármögnuð með 3,6 biljóna dollara skattahækkun á auðugustu einstaklingana og stærstu fyrirtæki landsins. New York Times segir að í þeim felist hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðaskatti. Hæsta skattþrepið hækkaði úr 37% í 39,6% í lok þessa árs en það á við hjón með meira en 509.000 dollara, janvirði 61,8 milljóna íslenskra króna, í árstekjur og einstæðinga með meira en 452.000 dollara, jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir stórauknum framlögum í uppbygginga vegakerfisins, brúa, háhraðainternets og vatnsveitu. Fjárlögin gera ráð fyrir að innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kveður á um 2,3 biljóna dollara fjárfestingu yfir átta ára tímabil verði að veruleika, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vill Biden veita um 200 milljörðum dollara yfir tíu ára tímabil í að bjóða öllum þriggja og fjögurra ára gömlum börnum ókeypis leikskólavist og 109 milljarða dollara til að bjóða öllum landsmönnum upp á ókeypis háskólavist í tvö ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar lokaorðið um fjárlögin en það hefur þar til í september að ganga frá þeim. Demókrataflokkur Biden er með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir tveir jafnmarga þingmenn. Demókratar fara þó með meirihlutann þar sem Kamala Harris varaforseti getur greitt úrslitaatkvæða ef atkvæði falla jöfn þar. Repúblikanar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við fjárlagatillögu Biden sem þeir segja allt og dýra og hækki skatta. Demókratar gætu þó samþykkt hluta tillögunnar án stuðnings repúblikana þar sem aðeins þarf einfaldan meirihluta fyrir frumvörpum sem varða útgjöld ríkisins. Undanfarin ár hefur þurft sextíu atkvæði til að samþykkja hefðbundin þingmál í öldungadeildinni þar sem flokkurinn sem er í minnihluta getur stöðvað flest mál með því að segjast ætla að beita málþófi. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Fjárlög Biden yrðu að hluta til fjármögnuð með 3,6 biljóna dollara skattahækkun á auðugustu einstaklingana og stærstu fyrirtæki landsins. New York Times segir að í þeim felist hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðaskatti. Hæsta skattþrepið hækkaði úr 37% í 39,6% í lok þessa árs en það á við hjón með meira en 509.000 dollara, janvirði 61,8 milljóna íslenskra króna, í árstekjur og einstæðinga með meira en 452.000 dollara, jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir stórauknum framlögum í uppbygginga vegakerfisins, brúa, háhraðainternets og vatnsveitu. Fjárlögin gera ráð fyrir að innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kveður á um 2,3 biljóna dollara fjárfestingu yfir átta ára tímabil verði að veruleika, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vill Biden veita um 200 milljörðum dollara yfir tíu ára tímabil í að bjóða öllum þriggja og fjögurra ára gömlum börnum ókeypis leikskólavist og 109 milljarða dollara til að bjóða öllum landsmönnum upp á ókeypis háskólavist í tvö ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar lokaorðið um fjárlögin en það hefur þar til í september að ganga frá þeim. Demókrataflokkur Biden er með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir tveir jafnmarga þingmenn. Demókratar fara þó með meirihlutann þar sem Kamala Harris varaforseti getur greitt úrslitaatkvæða ef atkvæði falla jöfn þar. Repúblikanar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við fjárlagatillögu Biden sem þeir segja allt og dýra og hækki skatta. Demókratar gætu þó samþykkt hluta tillögunnar án stuðnings repúblikana þar sem aðeins þarf einfaldan meirihluta fyrir frumvörpum sem varða útgjöld ríkisins. Undanfarin ár hefur þurft sextíu atkvæði til að samþykkja hefðbundin þingmál í öldungadeildinni þar sem flokkurinn sem er í minnihluta getur stöðvað flest mál með því að segjast ætla að beita málþófi.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira