Leiðin greið fyrir frambjóðanda íranska æðstaklerksins Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 21:55 Ebrahim Raisi (t.h.) er líklegur til að verða næsti forseti Írans eftir að sérstök kjörnefnd hafnaði mörgum þekktum frambjóðendum í vikunni. Vísir/EPA Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins. Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, skipaði sjálfur sex af tólf fulltrúum í svonefndu varðmannaráði sem metur frambjóðendur og hvort þeir séu nægilega hliðhollir íslömsku byltingunni. Á þriðjudag bannaði það Ali Larijani, fyrrverandi forseta þingsins og bandamanni Hassans Rouhani fráfarandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir að frambjóðendurnir sem hlutu náð fyrir augum ráðsins séu nær allir ákaflega íhaldssamir og hliðhollir Khameinei. Þeir sem eru það ekki eru nær óþekktir og eiga enga möguleika á sigri. Flokkur umbótasinna á til að mynda engan frambjóðanda í kosningunum. Sigur Raisi talinn vís Ehramhim Raisi, forseti hæstaréttar, er óskaframbjóðandi Khameinei en hann hefur meðal annars dæmt ungmenni og andófsfólk til dauða. Hann tapaði óvænt fyrir Rouhani í kosningunum árið 2013. Fastlega er búist við því að Raisi standi uppi sem sigurvegari í næsta mánuði enda hefur öllum helstu keppinautum hans nú verið rutt úr vegi. Kosningarnar fara fram 18. júní. AP segir að ríkisrekið könnunarfyrirtæki telji að kjörsóknin í ár gæti orðið aðeins 39% sem væri sú minnsta frá íslömsku byltingunni árið 1979. Margir kjósendur eru sagðir áhugalitlir um kosningar í ljósi þess að úrslitin virðast ákveðin fyrir fram. Rouhani mótmælti ákvörðun varðamannaráðsins um að hafna þekktum frambjóðendum í bréfi sem hann skrifaði æðstaklerknum í vikunni. „Eðli kosninga er samkeppni, ef þú tekur hana úr kosningum verður hún líflaus líkami,“ sagði fráfarandi forsetinn. Ekki er þó líklegt að kjörseðillinn taki breytingum því Khamenei lagði blessun sína yfir niðurstöðu varðamannaráðsins í gær. Sérfræðingar sem New York Times ræddu við telja að með kjöri Raisi sem forseta verði markmið harðlínumanna í Íran um að ná tökum á öllum hlutum ríkisvaldsins að veruleika. Bandamenn Khamenei stýra fyrir þinginu og dómstólunum. Íran Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, skipaði sjálfur sex af tólf fulltrúum í svonefndu varðmannaráði sem metur frambjóðendur og hvort þeir séu nægilega hliðhollir íslömsku byltingunni. Á þriðjudag bannaði það Ali Larijani, fyrrverandi forseta þingsins og bandamanni Hassans Rouhani fráfarandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir að frambjóðendurnir sem hlutu náð fyrir augum ráðsins séu nær allir ákaflega íhaldssamir og hliðhollir Khameinei. Þeir sem eru það ekki eru nær óþekktir og eiga enga möguleika á sigri. Flokkur umbótasinna á til að mynda engan frambjóðanda í kosningunum. Sigur Raisi talinn vís Ehramhim Raisi, forseti hæstaréttar, er óskaframbjóðandi Khameinei en hann hefur meðal annars dæmt ungmenni og andófsfólk til dauða. Hann tapaði óvænt fyrir Rouhani í kosningunum árið 2013. Fastlega er búist við því að Raisi standi uppi sem sigurvegari í næsta mánuði enda hefur öllum helstu keppinautum hans nú verið rutt úr vegi. Kosningarnar fara fram 18. júní. AP segir að ríkisrekið könnunarfyrirtæki telji að kjörsóknin í ár gæti orðið aðeins 39% sem væri sú minnsta frá íslömsku byltingunni árið 1979. Margir kjósendur eru sagðir áhugalitlir um kosningar í ljósi þess að úrslitin virðast ákveðin fyrir fram. Rouhani mótmælti ákvörðun varðamannaráðsins um að hafna þekktum frambjóðendum í bréfi sem hann skrifaði æðstaklerknum í vikunni. „Eðli kosninga er samkeppni, ef þú tekur hana úr kosningum verður hún líflaus líkami,“ sagði fráfarandi forsetinn. Ekki er þó líklegt að kjörseðillinn taki breytingum því Khamenei lagði blessun sína yfir niðurstöðu varðamannaráðsins í gær. Sérfræðingar sem New York Times ræddu við telja að með kjöri Raisi sem forseta verði markmið harðlínumanna í Íran um að ná tökum á öllum hlutum ríkisvaldsins að veruleika. Bandamenn Khamenei stýra fyrir þinginu og dómstólunum.
Íran Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira