Áhafnir tveggja evrópskra farþegaþota fengu ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Rússlands í gær og var engin ástæða gefin. Flugáætlanir beggja flugvélarinnar gerðu ráð fyrir því að flogið yrði framhjá Hvíta-Rússlandi og hefur BBC eftir talsmanni Air France, sem gerir út aðra flugvélina, að þeim hafi verið tjáð að neitunin tengdist Hvíta-Rússlandi.
Sjá einnig: Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi
Dímítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í morgun að ákvörðunin væri byggð á því að til stóð að fljúga flugvélunum inn í Rússland á óhefðbundnum leiðum og því fylgdi „tæknileg vandamál“, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins.
Einhverjum flugvélum sem sniðið hafa hjá Hvíta-Rússlandi hefur verið hleypt inn í lofthelgi Rússlands í dag.
Forsvarsmenn ESB tóku áðurnefnda ákvörðun í kjölfar þess að áhöfn þotu RyanAir var þvinguð til að lenda í Minsk um helgina, svo hægt væri að handa blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts, sem hefur komið að skipulagningu umfangsmikilla mótmæla í Hvíta-Rússlandi, og rússneska kærustu hans.
Ráðamenn í Evrópu hafa brugðist reiðir við þessu atviki og hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Nema í Rússlandi, þar sem ráðamenn hafa lofað ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, og sagt Hvítrússa hafa farið eftir lögum.
Rússlands er helsta bandalagsríki Lúkasjenkas en hann hefur lagt leið sína til Sochi í Rússlandi í dag til að Pútín. Er það í þriðja sinn á árinu sem þeir funda, samkvæmt frétt BBC.
Ljóst er að yfirvöld Hvíta-Rússlands munu tapa töluverðum peningum vegna ákvörðunar ESB en von er á fleiri refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi og Lúkasjenka á næstunni.
Samkvæmt blaðamanni FT byrjaði fundur Lúkasjenka og Pútíns í dag á umræðu um að þeir gætu farið að synda í Svartahafi.
Lukashenko-Putin meeting underway in Sochi.
— max seddon (@maxseddon) May 28, 2021
"The weather's great in Sochi! The sea's getting warmer, we can go swimming!" says Putin.
"Thanks for inviting me to meet on a Friday so we can go and take a dip in the sea, I understood your offer," says Lukashenko. pic.twitter.com/bLMnjHYeRx