Jói Ásbjörns og faðir Rúriks í salnum í kvöld: „Hausinn á mér er fullur af upplýsingum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2021 11:31 Rúrik og Renata fara á sviðið í kvöld. @RURIKGISLASON Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, tekur þátt í úrslitaþættinum í þýsku útgáfunni af Allir geta dansað, Let´s Dance. Rúrik hefur verið í fjóra mánuði í Þýskalandi þar sem hann hefur verið að taka þátt í þáttunum. Rúrik dansar með Renötu Luis og hafa þau farið gjörsamlega á kostum í þættinum. Í kvöld taka þrjú pör þátt í úrslitaþættinum en Rúrik ræddi kvöldið í Brennslunni á FM957 í morgun. Rúrik og Renata hafa fimm sinnum fengið 30 stig frá dómurunum eða fullt hús stiga og þykja þau sigurstrangleg í kvöld. „Það er búið að ganga vel en ég væri alveg til í að fólk myndi sjá mig á æfingu fyrstu tvo til þrjá dagana. Það er ekki þrjátíu stiga frammistaða þá. Það gerist margt á einni viku og þegar maður er að æfa tíu tíma á dag nær maður ótrúlegum framförum. Ég kemst í keppnisskap þegar þetta er síðan í beinni útsendingu,“ segir Rúrik en samkvæmt veðbönkum er Rúrik líklegastur til þess að fara með sigur af hólmi í keppninni. Sjö tegundir „Þetta verður helvíti strembið prógram í kvöld og það getur allt gerst. Í kvöld dönsum við þrjá dansa og inni í einum af þessum þremur dönsum, dönsum við í raun þrjá dansa. Þetta eru í raun sjö tegundir í kvöld. Hausinn á mér er fullur af upplýsingum. Það er því búið að æfa svolítið mikið þessa vikuna og nú er bara að njóta og sjá hvað gerist.“ Hann segir að eftir þáttinn þarf hann að vinna í nokkrum verkefnum úti í Þýskalandi svo hann getur í raun ekki tekið sér frí eftir þetta langa ferli. „Maður verður að reyna nýta sér það að maður er búinn að vera eitthvað í sjónvarpinu hérna úti.“ Rúrik fær stuðning frá fjölskyldunni í kvöld. „Pabbi og mágur minn verða hérna í salnum í kvöld,“ segir Rúrik en mágur hans er Jóhannes Ásbjörnsson athafnarmaður. Keppnin byrjar klukkan 18:15 í kvöld að íslenskum tíma. Íslendingar erlendis Dans Brennslan Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Rúrik hefur verið í fjóra mánuði í Þýskalandi þar sem hann hefur verið að taka þátt í þáttunum. Rúrik dansar með Renötu Luis og hafa þau farið gjörsamlega á kostum í þættinum. Í kvöld taka þrjú pör þátt í úrslitaþættinum en Rúrik ræddi kvöldið í Brennslunni á FM957 í morgun. Rúrik og Renata hafa fimm sinnum fengið 30 stig frá dómurunum eða fullt hús stiga og þykja þau sigurstrangleg í kvöld. „Það er búið að ganga vel en ég væri alveg til í að fólk myndi sjá mig á æfingu fyrstu tvo til þrjá dagana. Það er ekki þrjátíu stiga frammistaða þá. Það gerist margt á einni viku og þegar maður er að æfa tíu tíma á dag nær maður ótrúlegum framförum. Ég kemst í keppnisskap þegar þetta er síðan í beinni útsendingu,“ segir Rúrik en samkvæmt veðbönkum er Rúrik líklegastur til þess að fara með sigur af hólmi í keppninni. Sjö tegundir „Þetta verður helvíti strembið prógram í kvöld og það getur allt gerst. Í kvöld dönsum við þrjá dansa og inni í einum af þessum þremur dönsum, dönsum við í raun þrjá dansa. Þetta eru í raun sjö tegundir í kvöld. Hausinn á mér er fullur af upplýsingum. Það er því búið að æfa svolítið mikið þessa vikuna og nú er bara að njóta og sjá hvað gerist.“ Hann segir að eftir þáttinn þarf hann að vinna í nokkrum verkefnum úti í Þýskalandi svo hann getur í raun ekki tekið sér frí eftir þetta langa ferli. „Maður verður að reyna nýta sér það að maður er búinn að vera eitthvað í sjónvarpinu hérna úti.“ Rúrik fær stuðning frá fjölskyldunni í kvöld. „Pabbi og mágur minn verða hérna í salnum í kvöld,“ segir Rúrik en mágur hans er Jóhannes Ásbjörnsson athafnarmaður. Keppnin byrjar klukkan 18:15 í kvöld að íslenskum tíma.
Íslendingar erlendis Dans Brennslan Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira