Nike hætti samstarfi við Neymar vegna ásakana um kynferðisofbeldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 08:30 Neymar er leikmaður Paris Saint-Germain og hefur verið lengi í hópi bestu knattspyrnumanna heims. EPA-EFE/PETER POWELL Það kom mörgum nokkuð á óvart á síðasta ári þegar brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar og bandaríski íþróttavöruframleiðandinn Nike hættu skyndilega samstarfi sínu. Nú er ástæðan komin fram í dagsljósið. The Wall Street Journal segir frá því að fimmtán ára samstarf Neymar og Nike hafi endað vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Starfsmaður Nike sakaði Neymar um reyna að þvinga hana til að hafa munnmök við hann á hótelherbergi í New York City þegar þau voru bæði stödd á Nike viðburði árið 2016. Breaking: Nike split with soccer star Neymar last year after the company began investigating an allegation by an employee that he had sexually assaulted her, people familiar with the matter say. He denies the allegation. https://t.co/SHqQNXOepR— The Wall Street Journal (@WSJ) May 27, 2021 Starfsmaðurinn sendi inn kvörtun árið 2018 og Nike réð utanaðkomandi lögfræðifyrirtæki til að rannsaka málið árið 2019. Nike tók jafnframt þá ákvörðun um að hætta að nota Neymar í auglýsingar og annað markaðsefni á meðan rannsókninni stóð. Fimmtán ára samstarf Nike og Neymar endaði síðan árið 2020 og hann samdi í framhaldi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma. Fyrirtækið segist hafa hætt samstarfi við knattspyrnustjörnuna vegna þess að hann neitaði að taka þátt í rannsókn á ásökunum starfsmannsins sem forráðamönnum Nike þóttu trúverðugar. Statement from Nike about cutting ties with soccer star Neymar: pic.twitter.com/xPoiAeR2Tp— Reggie Wade (@ReggieWade) May 28, 2021 Í frétt Wall Street Journal kom fram að Neymar átti ennþá eftir níu ár af samningi sínum við Nike þegar honum var rift. Þetta er ekki fyrsta svona mál tengt Neymar. Ung kona sakaði Neymar um nauðgun árið 2019 en hann neitaði alfarið sök í því máli málið var seinna látið niður falla. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
The Wall Street Journal segir frá því að fimmtán ára samstarf Neymar og Nike hafi endað vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Starfsmaður Nike sakaði Neymar um reyna að þvinga hana til að hafa munnmök við hann á hótelherbergi í New York City þegar þau voru bæði stödd á Nike viðburði árið 2016. Breaking: Nike split with soccer star Neymar last year after the company began investigating an allegation by an employee that he had sexually assaulted her, people familiar with the matter say. He denies the allegation. https://t.co/SHqQNXOepR— The Wall Street Journal (@WSJ) May 27, 2021 Starfsmaðurinn sendi inn kvörtun árið 2018 og Nike réð utanaðkomandi lögfræðifyrirtæki til að rannsaka málið árið 2019. Nike tók jafnframt þá ákvörðun um að hætta að nota Neymar í auglýsingar og annað markaðsefni á meðan rannsókninni stóð. Fimmtán ára samstarf Nike og Neymar endaði síðan árið 2020 og hann samdi í framhaldi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma. Fyrirtækið segist hafa hætt samstarfi við knattspyrnustjörnuna vegna þess að hann neitaði að taka þátt í rannsókn á ásökunum starfsmannsins sem forráðamönnum Nike þóttu trúverðugar. Statement from Nike about cutting ties with soccer star Neymar: pic.twitter.com/xPoiAeR2Tp— Reggie Wade (@ReggieWade) May 28, 2021 Í frétt Wall Street Journal kom fram að Neymar átti ennþá eftir níu ár af samningi sínum við Nike þegar honum var rift. Þetta er ekki fyrsta svona mál tengt Neymar. Ung kona sakaði Neymar um nauðgun árið 2019 en hann neitaði alfarið sök í því máli málið var seinna látið niður falla.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira