Álfadís hefur kastað tuttugu folöldum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2021 20:03 Álfadís með eigendum sínum, þeim Olil Amble og Bergi Jónssyni í Syðri Gegnishólum með folaldið sitt, sem er það tuttugasta sem hún kastar. Ekki er komið nafn á folaldið, sem er skjóttur hestur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hryssan Álfadís er engin venjuleg hryssa því hún var að kasta sínu tuttugasta folaldi. Mörg af folöldum hennar hafa náð frábærum árangri á sínum ferli, meðal annars stóðhesturinn Álfaklettur, sem er hæst dæmdi kynbóta hestur í heimi. Það eru þau Olil Amble og Bergur Jónsson, sem eiga og reka hrossaræktarbúið á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi. Þau hafa náð einstökum árangri með hrossin sín í gegnum árin en upp úr stendur þó ræktarhryssan Álfadís, sem er orðinn 25 vetra og var að kasta sínu tuttugasta folaldi en faðir þess er Stáli frá Kjarri í Ölfusi. Ekki er vitað til þess að önnur hryssa á Íslandi hafi átt svona mikið af folöldum „Þetta er náttúrulega einstök hryssa. Hún er drottning í stóðinu og hún veit af því. Alstærsti eiginleikinn hennar er geðslagið, geðslagið er svo samvinnufúst,“ segir Bergur. Olil tekur undir orð Bergs. „Já, það er mikil gæfa að fá að eiga svona meri, hún er búin að færa okkur mikla ánægju og mörg frábær afkvæmi.“ Bergur og Olil segjast ekkert stjana sérstaklega við Álfadísi. „Nei, nei við stjönum bara við allar merarnar okkar, þær eru allar sérstakar og þess vegna eru þær hér í ræktun,“ segir Olil og hlær. Eitt af frægustu afkvæmum Álfadísar er stóðhesturinn Álfaklettur sem eru nú í sæðingum í Syðri Gegnishólum en hann er hæst dæmdi kynbótahestur heims. En verður hann alltaf íslenskur eða verður hann seldur til útlanda? „Nei, hann verður íslenskur, hann fer ekki til útlanda. Það er búið að falast eftir honum en hann er ekki á förum, við ætlum að hafa hann hér, við lofum því,“ segir Olil. Álfaklettur mun alltaf verða á Íslandi, því lofa Olil og Bergur en hann er í sæðingum hjá þeim þessar vikurnar enda langur listi af hryssum, sem bíða eftir sæði frá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Hestar Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Það eru þau Olil Amble og Bergur Jónsson, sem eiga og reka hrossaræktarbúið á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi. Þau hafa náð einstökum árangri með hrossin sín í gegnum árin en upp úr stendur þó ræktarhryssan Álfadís, sem er orðinn 25 vetra og var að kasta sínu tuttugasta folaldi en faðir þess er Stáli frá Kjarri í Ölfusi. Ekki er vitað til þess að önnur hryssa á Íslandi hafi átt svona mikið af folöldum „Þetta er náttúrulega einstök hryssa. Hún er drottning í stóðinu og hún veit af því. Alstærsti eiginleikinn hennar er geðslagið, geðslagið er svo samvinnufúst,“ segir Bergur. Olil tekur undir orð Bergs. „Já, það er mikil gæfa að fá að eiga svona meri, hún er búin að færa okkur mikla ánægju og mörg frábær afkvæmi.“ Bergur og Olil segjast ekkert stjana sérstaklega við Álfadísi. „Nei, nei við stjönum bara við allar merarnar okkar, þær eru allar sérstakar og þess vegna eru þær hér í ræktun,“ segir Olil og hlær. Eitt af frægustu afkvæmum Álfadísar er stóðhesturinn Álfaklettur sem eru nú í sæðingum í Syðri Gegnishólum en hann er hæst dæmdi kynbótahestur heims. En verður hann alltaf íslenskur eða verður hann seldur til útlanda? „Nei, hann verður íslenskur, hann fer ekki til útlanda. Það er búið að falast eftir honum en hann er ekki á förum, við ætlum að hafa hann hér, við lofum því,“ segir Olil. Álfaklettur mun alltaf verða á Íslandi, því lofa Olil og Bergur en hann er í sæðingum hjá þeim þessar vikurnar enda langur listi af hryssum, sem bíða eftir sæði frá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Hestar Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira