Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2021 07:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Stöð 2/Einar Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra. Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Sigríður var gestur hjá Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum talar Sigríður meðal annars um andlegu hliðina á því að starfa í lögreglunni. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sigríður Björk Guðjónsdóttir Í kringum 2010 var átak á að reyna að fá lögreglumenn í sálfræðitíma. Sjálf fór Sigríður í einn tíma til að sýna gott fordæmi þótt hún teldi sig ekki hafa neitt um að tala. Að lokum þurfti sálfræðingurinn að ýta henni út og bjóða henni að koma aftur seinna þar sem hún uppgötvaði að margt hvíldi á henni sem hún hafði ekki áttað sig á. Sigríður vill að sálfræðiaðstoð verði jafn sjálfsagður partur af lögreglustarfinu og að standast þrekprófið. Sjálfsmorðstíðni sé há í starfsstéttinni og við því þurfi að bregðast. Hún segir að það geti tekið á fjölskylduna að takast á við persónulega gagnrýni sem Sigríður fær í starfi. „Fjölskyldan er oftast brött en það er kannski einhver sem er viðkvæmari en annar. Ég er með svo dásamleg barnabörn, barnabarnið mitt er alltaf svo glöð þegar hún sér ömmu sína í sjónvarpinu hvort sem það er neikvætt eða jákvætt,“ segir Sigríður í samtali við Snæbjörn. „Maður verður að geta klætt sig úr búningnum og verið manneskja. Ef maður ætlar að vera kerfiskelling eða karl þá skynjar þú ekki samfélagið með sama hætti. Það skiptir máli að vera í öllum þessum hlutverkum. Við getum ekki alltaf ráðið okkar viðbrögðum því við erum alltaf bundin af lögunum. Það er þannig en við getum útskýrt það.“ Lögreglan Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Sigríður var gestur hjá Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum talar Sigríður meðal annars um andlegu hliðina á því að starfa í lögreglunni. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sigríður Björk Guðjónsdóttir Í kringum 2010 var átak á að reyna að fá lögreglumenn í sálfræðitíma. Sjálf fór Sigríður í einn tíma til að sýna gott fordæmi þótt hún teldi sig ekki hafa neitt um að tala. Að lokum þurfti sálfræðingurinn að ýta henni út og bjóða henni að koma aftur seinna þar sem hún uppgötvaði að margt hvíldi á henni sem hún hafði ekki áttað sig á. Sigríður vill að sálfræðiaðstoð verði jafn sjálfsagður partur af lögreglustarfinu og að standast þrekprófið. Sjálfsmorðstíðni sé há í starfsstéttinni og við því þurfi að bregðast. Hún segir að það geti tekið á fjölskylduna að takast á við persónulega gagnrýni sem Sigríður fær í starfi. „Fjölskyldan er oftast brött en það er kannski einhver sem er viðkvæmari en annar. Ég er með svo dásamleg barnabörn, barnabarnið mitt er alltaf svo glöð þegar hún sér ömmu sína í sjónvarpinu hvort sem það er neikvætt eða jákvætt,“ segir Sigríður í samtali við Snæbjörn. „Maður verður að geta klætt sig úr búningnum og verið manneskja. Ef maður ætlar að vera kerfiskelling eða karl þá skynjar þú ekki samfélagið með sama hætti. Það skiptir máli að vera í öllum þessum hlutverkum. Við getum ekki alltaf ráðið okkar viðbrögðum því við erum alltaf bundin af lögunum. Það er þannig en við getum útskýrt það.“
Lögreglan Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira