H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 11:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. Þrír greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Síðastliðna viku hafa níu greinst, þar af fjórir utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs virðast smitin öll tengjast smiti sem hefur verið kennt við verslunina H&M. Þetta hefur smitrakning og raðgreining leitt í ljós, sagði hann á upplýsingafundi fyrir stundu. Veiran sem verið hefur að greinast innanlands er af breska afbrigðinu og má rekja til landamæranna. Þar greindust þrír í gær, allir í fyrri skimun. 700 sýni voru tekin á landamærunum en 1.300 innanlands. Þar sem aukning hefur orðið á smitum í Færeyjum hefur landið aftur verið fært á hááhættulista og eina landið sem íslensk yfirvöld flokka „grænt“ um þessar mundir er Grænland. Meira smitandi en ekki alvarlegra Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, lýstu yfir nokkrum áhyggjum vegna smitanna sem upp hafa komið í vikunni, ekki síst í ljósi þeirra afléttinga sem tóku gildi á þriðjudag. Víðir biðlaði til fólks að sinna áfram persónubundum sóttvörnum og fara varlega á samkomum um helgina. Þá hvatti hann alla, og sérstaklega þá sem ætla „á djammið“, til að sækja og virkja smitrakningarappið. Þórólfur sagði fulla ástæðu til að fara áfram varlega en sagðist telja að ef allir sinntu persónubundnum sóttvörnum ætti að takast að kveða niður þær hópsýkingar sem kynnu að koma upp. Hann sagði sérstaklega mikilvægt að halda sig til hlés við minnstu einkenni og fara í sýnatöku. Þórólfur sagði bólusetningar ganga vel; minna hefði verið bólusett í þessari viku en undanfarið vegna skorts á bóluefni en næsta vika yrði stærri. Hann sagði erlendar rannsóknir benda til þess að það virtist vera í góðu lagi að blanda saman bóluefnum; það er að segja fá eitt í fyrri sprautu og annað í seinni, en aukaverkanir á borð við hita, beinverki og slappleika gætu orðið meiri. Þá sagði hann æskilegast að halda sig við sama efnið, ekki síst í ljósi þess að alvarleg blóðsegavandamál væru enn sjaldgæfari við seinni sprautuna en fyrri. Sóttvarnalæknir sagði rannsóknir einnig benda til þess að indverska afbrigðið væri meira smitandi en hið breska en góðu fréttirnar væru þær að það virtist ekki valda alvarlegri veikindum né vera ónæmt fyrir bóluefnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þrír greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Síðastliðna viku hafa níu greinst, þar af fjórir utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs virðast smitin öll tengjast smiti sem hefur verið kennt við verslunina H&M. Þetta hefur smitrakning og raðgreining leitt í ljós, sagði hann á upplýsingafundi fyrir stundu. Veiran sem verið hefur að greinast innanlands er af breska afbrigðinu og má rekja til landamæranna. Þar greindust þrír í gær, allir í fyrri skimun. 700 sýni voru tekin á landamærunum en 1.300 innanlands. Þar sem aukning hefur orðið á smitum í Færeyjum hefur landið aftur verið fært á hááhættulista og eina landið sem íslensk yfirvöld flokka „grænt“ um þessar mundir er Grænland. Meira smitandi en ekki alvarlegra Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, lýstu yfir nokkrum áhyggjum vegna smitanna sem upp hafa komið í vikunni, ekki síst í ljósi þeirra afléttinga sem tóku gildi á þriðjudag. Víðir biðlaði til fólks að sinna áfram persónubundum sóttvörnum og fara varlega á samkomum um helgina. Þá hvatti hann alla, og sérstaklega þá sem ætla „á djammið“, til að sækja og virkja smitrakningarappið. Þórólfur sagði fulla ástæðu til að fara áfram varlega en sagðist telja að ef allir sinntu persónubundnum sóttvörnum ætti að takast að kveða niður þær hópsýkingar sem kynnu að koma upp. Hann sagði sérstaklega mikilvægt að halda sig til hlés við minnstu einkenni og fara í sýnatöku. Þórólfur sagði bólusetningar ganga vel; minna hefði verið bólusett í þessari viku en undanfarið vegna skorts á bóluefni en næsta vika yrði stærri. Hann sagði erlendar rannsóknir benda til þess að það virtist vera í góðu lagi að blanda saman bóluefnum; það er að segja fá eitt í fyrri sprautu og annað í seinni, en aukaverkanir á borð við hita, beinverki og slappleika gætu orðið meiri. Þá sagði hann æskilegast að halda sig við sama efnið, ekki síst í ljósi þess að alvarleg blóðsegavandamál væru enn sjaldgæfari við seinni sprautuna en fyrri. Sóttvarnalæknir sagði rannsóknir einnig benda til þess að indverska afbrigðið væri meira smitandi en hið breska en góðu fréttirnar væru þær að það virtist ekki valda alvarlegri veikindum né vera ónæmt fyrir bóluefnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira