Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 07:07 Kringlan í og eftir samkomubann. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. „Við höfum í raun og veru bara fylgt fyrirmælum um sóttvarnir; það er ekki grímuskylda af okkar hálfu í húsinu,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdstjóri Kringlunnar. Hann segir verslunareigendum í sjálfsvald sett að ákveða sóttvarnir í sínum verslunum en í nokkrum þeirra má enn finna áminningu um sótthreinsun handa, tveggja metra regluna og grímunotkun. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir það hafa gerst mun hraðar en menn bjuggust við að fólk hætti að nota grímurnar. Hún ræddi við nokkra verslunareigendur í gær og þeir sögðu flesta viðskiptavini grímulausa. Það á bæði við um verslanirnar og sameiginlega rýmið í húsinu, segir Tinna. Spurð um grímunotkun starfsmanna segja bæði Tinna og Sigurjón allan gang á því hvort afgreiðslufólk velji að bera grímu þrátt fyrir afléttingarnar. Það sé þó algengara að yngra fólkið beri enn grímu og hyggist jafnvel gera það þar til það fær bólusetningu. „Ég held að það sé bara komið til að vera,“ segir Tinna um sprittstandana sem hafa verið settir upp í verslanamiðstöðvunum. Þá verði þrif áfram skipulögð með sóttvarnir í huga. Undir þetta tekur Sigurjón. „Við fjárfestum í þessum græjum sem eru við helstu innganga og við munum klárlega halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á þetta,“ segir hann um sprittstandana. „Við erum náttúrulega ennþá að sinna auknum sóttvörnum, við höfum ekkert slakað í þeim efnum.“ Kringlan Smáralind Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
„Við höfum í raun og veru bara fylgt fyrirmælum um sóttvarnir; það er ekki grímuskylda af okkar hálfu í húsinu,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdstjóri Kringlunnar. Hann segir verslunareigendum í sjálfsvald sett að ákveða sóttvarnir í sínum verslunum en í nokkrum þeirra má enn finna áminningu um sótthreinsun handa, tveggja metra regluna og grímunotkun. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir það hafa gerst mun hraðar en menn bjuggust við að fólk hætti að nota grímurnar. Hún ræddi við nokkra verslunareigendur í gær og þeir sögðu flesta viðskiptavini grímulausa. Það á bæði við um verslanirnar og sameiginlega rýmið í húsinu, segir Tinna. Spurð um grímunotkun starfsmanna segja bæði Tinna og Sigurjón allan gang á því hvort afgreiðslufólk velji að bera grímu þrátt fyrir afléttingarnar. Það sé þó algengara að yngra fólkið beri enn grímu og hyggist jafnvel gera það þar til það fær bólusetningu. „Ég held að það sé bara komið til að vera,“ segir Tinna um sprittstandana sem hafa verið settir upp í verslanamiðstöðvunum. Þá verði þrif áfram skipulögð með sóttvarnir í huga. Undir þetta tekur Sigurjón. „Við fjárfestum í þessum græjum sem eru við helstu innganga og við munum klárlega halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á þetta,“ segir hann um sprittstandana. „Við erum náttúrulega ennþá að sinna auknum sóttvörnum, við höfum ekkert slakað í þeim efnum.“
Kringlan Smáralind Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira