Allar nokkrum prósentum betri eftir komu Söru og von á æsilegu einvígi Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 10:00 Helena Sverrisdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru í lykilhlutverkum hjá Val og Haukum. Helena er uppalin hjá Haukum en Sara í Keflavík. Samsett/Bára Dröfn „Þetta einvígi verður æsispennandi og býður upp á gæðakörfubolta,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir um úrslitaeinvígi Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Einvígið hefst á Hlíðarenda í kvöld þar sem Pálína verður með þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sér til fulltingis í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2019 og eru enn ríkjandi meistarar eftir Covid-tímabilið í fyrra. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið áður, í fjórða sinn í sögu félagsins, með sigri á Val í oddaleik. Þessi tvö síðustu Íslandsmeistaralið eiga það sameiginlegt að hafa haft Helenu Sverrisdóttur innanborðs. Þóra Kristín Jónsdóttir er enn með Haukum og úr meistaraliði Vals eru auk Helenu leikmenn á borð við Guðbjörgu systur hennar, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur áfram til staðar. Haukar virðast toppa á réttum tíma Valur og Haukar unnu einvígi sín í undanúrslitum, gegn Fjölni og Keflavík, bæði 3-0. Pálína segir að búast megi við afar spennandi úrslitaeinvígi og bendir á hve mikið hafi breyst hjá Haukum síðustu mánuði, ekki síst með heimkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur til landsins: „Haukar eru á mikilli siglingu á meðan að Valsstúlkur voru ekki eins sannfærandi í undanúrslitum og þær hafa verið í vetur. Þær voru að mæta nýliðum Fjölnis, sópuðu þeim vissulega út en sýndu ekki sitt rétta andlit. Það hefur verið gríðarlegur stígandi hjá Haukakonum í vetur og þær virðast vera að toppa á réttum tíma. Maður sér alveg hvað þær eru hungraðar og einbeittar á að sækja titil, svo ég held að þær verði stórhættulegar í þessu einvígi,“ segir Pálína. Sara skoraði að meðaltali 20 stig í leikjunum þremur við Keflavík, tók 6,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar. „Sara er búin að vera frábær fyrir Hauka. Hún gerir svo ótrúlega margt fyrir liðið – er bæði ógn í sókninni og líka flottur varnarmaður. Hún býr líka mikið til fyrir aðrar. Með hennar tilkomu þá blómstra hinar í liðinu ennþá meira. Það skín af þeim hvað þeim finnst skemmtilegt að spila saman og það er ofboðslega erfitt að spila á móti liði sem hefur svona ógeðslega gaman af því sem það er að gera,“ segir Pálína. Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu Valskonur hljóta þó enn að teljast umtalsvert sigurstranglegri í einvíginu, eða hvað? „Við höfum alltaf spáð Valskonum 1. sætinu og fyrir mótið voru þær langsamlega sigurstranglegasta liðið. En auðvitað hafa Haukar síðan þá bætt Söru við sig og svo hefur Alyesha (Lovett) bætt sinn leik og hjálpað Haukaliðinu mikið, sem og Eva Margrét (Kristjánsdóttir) og fleiri. Með tilkomu Söru hafa þær allar bætt sig um nokkur prósent. Fyrir þremur mánuðum hefði ég aldrei spáð því að þetta einvígi yrði mikið einvígi, en miðað við hvernig Haukar hafa spilað undanfarið er ég viss um að þetta fari í fimm leiki og það verði spenna fram á síðustu mínútu í þessu einvígi. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu. Haukakonur eru alveg langar og sterkar, en Valskonur hafa samt meiri líkamlegan styrk í leikmönnum eins og Helenu og Ástu Júlíu. Bæði lið eru hávaxin svo það verður mikil frákastabarátta, og Haukar eru með varnarmenn sem geta dekkað Kiönu, Hallveigu og Ástu Júlíu, en það er fróðlegast að sjá hvernig Haukakonur ætla að stoppa Helenu,“ segir Pálína. Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Einvígið hefst á Hlíðarenda í kvöld þar sem Pálína verður með þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sér til fulltingis í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2019 og eru enn ríkjandi meistarar eftir Covid-tímabilið í fyrra. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið áður, í fjórða sinn í sögu félagsins, með sigri á Val í oddaleik. Þessi tvö síðustu Íslandsmeistaralið eiga það sameiginlegt að hafa haft Helenu Sverrisdóttur innanborðs. Þóra Kristín Jónsdóttir er enn með Haukum og úr meistaraliði Vals eru auk Helenu leikmenn á borð við Guðbjörgu systur hennar, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur áfram til staðar. Haukar virðast toppa á réttum tíma Valur og Haukar unnu einvígi sín í undanúrslitum, gegn Fjölni og Keflavík, bæði 3-0. Pálína segir að búast megi við afar spennandi úrslitaeinvígi og bendir á hve mikið hafi breyst hjá Haukum síðustu mánuði, ekki síst með heimkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur til landsins: „Haukar eru á mikilli siglingu á meðan að Valsstúlkur voru ekki eins sannfærandi í undanúrslitum og þær hafa verið í vetur. Þær voru að mæta nýliðum Fjölnis, sópuðu þeim vissulega út en sýndu ekki sitt rétta andlit. Það hefur verið gríðarlegur stígandi hjá Haukakonum í vetur og þær virðast vera að toppa á réttum tíma. Maður sér alveg hvað þær eru hungraðar og einbeittar á að sækja titil, svo ég held að þær verði stórhættulegar í þessu einvígi,“ segir Pálína. Sara skoraði að meðaltali 20 stig í leikjunum þremur við Keflavík, tók 6,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar. „Sara er búin að vera frábær fyrir Hauka. Hún gerir svo ótrúlega margt fyrir liðið – er bæði ógn í sókninni og líka flottur varnarmaður. Hún býr líka mikið til fyrir aðrar. Með hennar tilkomu þá blómstra hinar í liðinu ennþá meira. Það skín af þeim hvað þeim finnst skemmtilegt að spila saman og það er ofboðslega erfitt að spila á móti liði sem hefur svona ógeðslega gaman af því sem það er að gera,“ segir Pálína. Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu Valskonur hljóta þó enn að teljast umtalsvert sigurstranglegri í einvíginu, eða hvað? „Við höfum alltaf spáð Valskonum 1. sætinu og fyrir mótið voru þær langsamlega sigurstranglegasta liðið. En auðvitað hafa Haukar síðan þá bætt Söru við sig og svo hefur Alyesha (Lovett) bætt sinn leik og hjálpað Haukaliðinu mikið, sem og Eva Margrét (Kristjánsdóttir) og fleiri. Með tilkomu Söru hafa þær allar bætt sig um nokkur prósent. Fyrir þremur mánuðum hefði ég aldrei spáð því að þetta einvígi yrði mikið einvígi, en miðað við hvernig Haukar hafa spilað undanfarið er ég viss um að þetta fari í fimm leiki og það verði spenna fram á síðustu mínútu í þessu einvígi. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu. Haukakonur eru alveg langar og sterkar, en Valskonur hafa samt meiri líkamlegan styrk í leikmönnum eins og Helenu og Ástu Júlíu. Bæði lið eru hávaxin svo það verður mikil frákastabarátta, og Haukar eru með varnarmenn sem geta dekkað Kiönu, Hallveigu og Ástu Júlíu, en það er fróðlegast að sjá hvernig Haukakonur ætla að stoppa Helenu,“ segir Pálína.
Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda
Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum