Innlent

Aðstandendur langveikra bólusettir í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bólusetningarnar í Laugardalshöll hafa gengið eins og í sögu, enda allt ferlið vel skipulagt.
Bólusetningarnar í Laugardalshöll hafa gengið eins og í sögu, enda allt ferlið vel skipulagt. Vísir/Vilhelm

Í dag verða aðstandendur langveikra einstaklinga bólusettir með bóluefninu frá Pfizer. Þá mun nokkur fjöldi fá seinni skammt af bóluefninu. Bólusett verður frá kl. 9 til 14.30.

Á morgun verður AstraZeneca bólusetning en eingöngu gefinn seinni skammtur. Konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri skammt af bóluefninu geta valið um AstraZeneca eða Pfizer í seinni bólusetningu. Bólusett verður frá kl. 10.30 til 12.

Ekki verða fleiri bólusetningar í þessari viku, að því er segir á vefsíðu Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt covid.is hafa 28,2 prósent Íslendinga 16 ára og eldri verið hálfbólusett. Þá hafa 27,2 prósent verið fullbólusett. 2,2 prósent hafa fengið Covid-19 eða mælst með mótefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×