Devin Booker á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 16:01 Devin Booker er að gera flotta hluti með Phoenix Suns og er líklegur sem ein af stórstjörnum NBA-deildarnnar næstu árin. AP/Ross D. Franklin Hingað til hefur það verið nánast dauðadómur fyrir körfuboltaferil NBA leikmanns að verða kærasti einhverjar úr Kardashian fjölskyldunni. Eða þangað til að Devin Booker tók sig til og sendi bölvunina til föðurhúsanna. Leikmannaferlar manna eins og Tristan Thompson, Chandler Parsons og Lamar Odom urðu fljótt að engu eftir að þeir eignuðust Kardashian fyrir kærustu og allir langt frá því að vera sömu leikmenn og fyrir kynnin. Einhverjir fróðir menn hafa reiknað það út að það hafi kostað þessa leikmenn um 150 milljónir dollara að körfuboltaferlarnir brunnu út á augabragði. Árið 2018 fóru menn að tala og skrifa um a Kardashian bölvunina. Það er eitt að fara í nokkur viðtöl og myndatöku fyrir Sports Illustrated en allt annað líf að stíga inn í Kardashian heiminn með ljósmyndurum á hverju götuhorni og þar sem fjölskyldan lifir á athyglinni. Þegar hinn stórefnilegi Devin Booker og Kendall Jenner fóru að stinga saman nefjum óttuðust menn hið versta. Ben Simmons hafði verið kærasti Jenner á undan og varð alla vega ekki verri leikmaður. Það var því smá von. Hún er líka Jenner en ekki Kardashian sem hjálpar kannski eitthvað. Kendall Jenner and NBA player Devin Booker have been dating for nearly a year. https://t.co/0Rm7mjuV9t— InStyle (@InStyle) May 19, 2021 Booker hefur blómstrað við hlið Kendall Jenner. Hann var besti leikmaðurinn í búbblunni þar sem hann var með 30,5 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali og Phoenix Suns vann síðustu átta leikina. Nú er kappinn kominn inn í úrslitakeppnina með Phoenix Suns og þessi 24 ára bakvörður hefur átt mjög gott tímabil með 25,6 stig, 4,2 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og Suns liðið er komið í hóp með bestu liðum deildarinnar. Það er því ekkert skrýtið að menn séu farnir að tala um að Devin Booker sé á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina. Kannski kominn tími til. Devin Booker: most points in a playoff debut in Suns history pic.twitter.com/Pq0plRRH5x— Phoenix Suns (@Suns) May 23, 2021 NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Leikmannaferlar manna eins og Tristan Thompson, Chandler Parsons og Lamar Odom urðu fljótt að engu eftir að þeir eignuðust Kardashian fyrir kærustu og allir langt frá því að vera sömu leikmenn og fyrir kynnin. Einhverjir fróðir menn hafa reiknað það út að það hafi kostað þessa leikmenn um 150 milljónir dollara að körfuboltaferlarnir brunnu út á augabragði. Árið 2018 fóru menn að tala og skrifa um a Kardashian bölvunina. Það er eitt að fara í nokkur viðtöl og myndatöku fyrir Sports Illustrated en allt annað líf að stíga inn í Kardashian heiminn með ljósmyndurum á hverju götuhorni og þar sem fjölskyldan lifir á athyglinni. Þegar hinn stórefnilegi Devin Booker og Kendall Jenner fóru að stinga saman nefjum óttuðust menn hið versta. Ben Simmons hafði verið kærasti Jenner á undan og varð alla vega ekki verri leikmaður. Það var því smá von. Hún er líka Jenner en ekki Kardashian sem hjálpar kannski eitthvað. Kendall Jenner and NBA player Devin Booker have been dating for nearly a year. https://t.co/0Rm7mjuV9t— InStyle (@InStyle) May 19, 2021 Booker hefur blómstrað við hlið Kendall Jenner. Hann var besti leikmaðurinn í búbblunni þar sem hann var með 30,5 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali og Phoenix Suns vann síðustu átta leikina. Nú er kappinn kominn inn í úrslitakeppnina með Phoenix Suns og þessi 24 ára bakvörður hefur átt mjög gott tímabil með 25,6 stig, 4,2 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og Suns liðið er komið í hóp með bestu liðum deildarinnar. Það er því ekkert skrýtið að menn séu farnir að tala um að Devin Booker sé á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina. Kannski kominn tími til. Devin Booker: most points in a playoff debut in Suns history pic.twitter.com/Pq0plRRH5x— Phoenix Suns (@Suns) May 23, 2021
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira