Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 18:35 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. Stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var um borð í farþegavél Ryanair í gær, sem þvinguð var til lendingar í Minsk rétt áður en hún átti að lenda í Litháen. Málið hefur vakið mikla reiði meðal leiðtoga í Evrópu; Bretar kölluðu í dag sendiherra sinn heim frá Hvíta Rússlandi og bönnuðu allt flug breskra flugfélaga í lofthelgi landsins. Þá hafa stjórnvöld í Litháen ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland. Skýringar Hvít-Rússa standist enga skoðun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands, í samráði við samgönguráðherra, upplýsti flugrekendur um ástandið í dag. Málið hefur þó ekki bein áhrif á flug Icelandair. „Þessi atburðarás er náttúrulega með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu og þessar skýringar sem stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi gefa standast enga skoðun, það er augljóst að það er verið að senda illa dulbúin skilaboð til aðila að ef þeir gagnrýni Lukashenko [forseta Hvíta-Rússlands] hafi þeir verra af.“ Þannig að þú lítur á þetta sem aðför að málfrelsi? „Það er enginn vafi. Þetta er aðför að málfrelsi og mannréttindum.“ Munt þú eða stjórnvöld hér hafa beint samband við stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi? „Finnski utanríkisráðherrann hefur þegar talað við kollega sinn í Hvíta-Rússlandi og við vinnum þessi mál alltaf þétt með okkar nánustu bandalagsríkjum, sérstaklega Norðurlöndunum þannig að við sýnum samstöðu með þeim í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur. Munuð þið beita ykkur með einhverjum öðrum hætti? „Þetta er unnið með okkar bandalagsríkjum, það er eina leiðin til að ná árangri, að sýna samstöðu við aðstæður sem þessar.“ Krafist verði að stjórnarandstæðingum sem fangelsaðir hafa verið í Hvíta-Rússlandi verði sleppt. Fundað sé vegna málsins hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Síðan mun koma í ljós hvernig alþjóðasamfélagið bregst við þessu, en það er ljóst að það verða viðbrögð,“ segir Guðlaugur. Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var um borð í farþegavél Ryanair í gær, sem þvinguð var til lendingar í Minsk rétt áður en hún átti að lenda í Litháen. Málið hefur vakið mikla reiði meðal leiðtoga í Evrópu; Bretar kölluðu í dag sendiherra sinn heim frá Hvíta Rússlandi og bönnuðu allt flug breskra flugfélaga í lofthelgi landsins. Þá hafa stjórnvöld í Litháen ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland. Skýringar Hvít-Rússa standist enga skoðun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands, í samráði við samgönguráðherra, upplýsti flugrekendur um ástandið í dag. Málið hefur þó ekki bein áhrif á flug Icelandair. „Þessi atburðarás er náttúrulega með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu og þessar skýringar sem stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi gefa standast enga skoðun, það er augljóst að það er verið að senda illa dulbúin skilaboð til aðila að ef þeir gagnrýni Lukashenko [forseta Hvíta-Rússlands] hafi þeir verra af.“ Þannig að þú lítur á þetta sem aðför að málfrelsi? „Það er enginn vafi. Þetta er aðför að málfrelsi og mannréttindum.“ Munt þú eða stjórnvöld hér hafa beint samband við stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi? „Finnski utanríkisráðherrann hefur þegar talað við kollega sinn í Hvíta-Rússlandi og við vinnum þessi mál alltaf þétt með okkar nánustu bandalagsríkjum, sérstaklega Norðurlöndunum þannig að við sýnum samstöðu með þeim í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur. Munuð þið beita ykkur með einhverjum öðrum hætti? „Þetta er unnið með okkar bandalagsríkjum, það er eina leiðin til að ná árangri, að sýna samstöðu við aðstæður sem þessar.“ Krafist verði að stjórnarandstæðingum sem fangelsaðir hafa verið í Hvíta-Rússlandi verði sleppt. Fundað sé vegna málsins hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Síðan mun koma í ljós hvernig alþjóðasamfélagið bregst við þessu, en það er ljóst að það verða viðbrögð,“ segir Guðlaugur.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55