Holstebro var tveimur mönnum færri þegar tvær mínútur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tókst liðinu að jafna metin og bjarga jafntefli. Lokatölur 27-27 og ljós tað það er allt undir í næsta leik liðanna sem fram fer á fimmtudaginn kemur í Sikleborg.. Fari svo að hann fari einnig jafntefli er gripið til oddaleiks.
Kay Smits jafnaði metin fyrir Holsebro þegar hálf mínúta lifði leiks. Óðinn Þór skoraði alls þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum í leiknum ásamt því að gefa eina stoðsendingu.
Álaborg vann tveggja marka útisigur á GOG og er því í fínum málum fyrir síðari leik liðanna, lokatölur 30-28.
Viktor Gísli átti ekki sinn besta leik og varði aðeins fjögur skot. Þá er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari Álaborgar.