Mótið fór fram í Indianapolis í Bandaríkjunum um helgina og þar minnti hin 24 ára gamla Biles áhorfendur á af hverju hún er talin besta fimleikakona sögunnar.
Stökkið kallast „Yurchenko double pike vault-stökk“ og hefur aldrei verið framkvæmt áður af fimleikakonu. Þá var hesturinn sem stokkið er af tíu sentímetrum lægri en sá sem stokkið er af í karlaflokki. Gerir það stökkið enn merkilegra.
Simone Biles really put a goat on her leotard. Legendary.
— Bleacher Report (@BleacherReport) May 23, 2021
pic.twitter.com/38PXeYMBT2
Fari svo að Biles framkvæmi stökkið á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan í sumar þá verður stökkið endurskírt í höfuðið á Simone Biles.
Þetta ótrúlega stökk má sjá hér að neðan.