Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2021 08:52 Kórónuveiran hefur leikið Indverja einstaklega grátt og berjast heilbrigðisyfirvöld við að reyna að halda aftur af faraldrinum. Getty Images/Anindito Mukherjee Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. Minnst 26 milljónir kórónuveirutilfella hafa verið staðfest á Indlandi en daglegum tilfellum hefur fækkað nokkuð samkvæmt opinberum tölum. Í gær voru skráð rúmlega 222 þúsund ný smit og 4.454 dauðsföll. Einungis hafa fleiri tilfelli verið staðfest í Bandaríkjunum. Þá er Indland í þriðja sæti á heimsvísu þegar kemur að dauðsföllum, á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu. Greint var frá því í lok apríl að 200 þúsund hafi látist á Indlandi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn því aukist um helming á innan við mánuði. 102 þúsund dáið á 26 dögum Heilbrigðisyfirvöld þar í landi glíma nú við mannskæða aðra bylgju faraldursins sem hefur borið heilbrigðiskerfið ofurliði á síðustu vikum. Víða eru dæmi um að sjúkrahús eigi erfitt með að taka á móti miklu flæði kórónuveirusjúklinga á sama tíma mikilvæg lyf og súrefnisbirgðir eru af skornum skammti. Nærri helmingur kórónuveirudauðsfalla á Indlandi hafa átt sér stað á síðustu þremur mánuðum. Á síðustu 26 dögum hafa heilbrigðisyfirvöld skráð rúm 102 þúsund dauðsföll. Sumir sérfræðingar telja að tala daglegra andláta eigi enn eftir að hækka. „Við gerum ráð fyrir að það sé töf milli þess að fjöldi tilfella og fjöldi dauðsfalla nái hámarki. Við vitum einnig að það munar miklu á skráningu milli ríkja og einnig milli þéttbýlli og strjálbýlli svæða,“ sagði stærðfræðingurinn Murad Banaji, sem fylgst hefur með þróun faraldursins á Indlandi, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Minnst 26 milljónir kórónuveirutilfella hafa verið staðfest á Indlandi en daglegum tilfellum hefur fækkað nokkuð samkvæmt opinberum tölum. Í gær voru skráð rúmlega 222 þúsund ný smit og 4.454 dauðsföll. Einungis hafa fleiri tilfelli verið staðfest í Bandaríkjunum. Þá er Indland í þriðja sæti á heimsvísu þegar kemur að dauðsföllum, á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu. Greint var frá því í lok apríl að 200 þúsund hafi látist á Indlandi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn því aukist um helming á innan við mánuði. 102 þúsund dáið á 26 dögum Heilbrigðisyfirvöld þar í landi glíma nú við mannskæða aðra bylgju faraldursins sem hefur borið heilbrigðiskerfið ofurliði á síðustu vikum. Víða eru dæmi um að sjúkrahús eigi erfitt með að taka á móti miklu flæði kórónuveirusjúklinga á sama tíma mikilvæg lyf og súrefnisbirgðir eru af skornum skammti. Nærri helmingur kórónuveirudauðsfalla á Indlandi hafa átt sér stað á síðustu þremur mánuðum. Á síðustu 26 dögum hafa heilbrigðisyfirvöld skráð rúm 102 þúsund dauðsföll. Sumir sérfræðingar telja að tala daglegra andláta eigi enn eftir að hækka. „Við gerum ráð fyrir að það sé töf milli þess að fjöldi tilfella og fjöldi dauðsfalla nái hámarki. Við vitum einnig að það munar miklu á skráningu milli ríkja og einnig milli þéttbýlli og strjálbýlli svæða,“ sagði stærðfræðingurinn Murad Banaji, sem fylgst hefur með þróun faraldursins á Indlandi, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15
Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37
Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46