Fótbolti

Elías Rafn lék i tapi gegn Vi­borg og marka­súpa hjá Sil­ke­borg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elías Rafn gat lítið gert við mörkunum sem hann fékk á sig í dag.
Elías Rafn gat lítið gert við mörkunum sem hann fékk á sig í dag. Peter Zador/Getty Images

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn í marki Fredericia sem tapaði 3-0 á heimavelli gegn Viborg.

Patrik Sigurður Gunnarsson var hins vegar ekki í marki Silkeborg sem gerði 3-3 jafntefli við Helsingør. Stefán Teitur Þórðarsson lék allan leikinn á miðju Silkeborg. Allir þrír eru í nýjasta landsliðshópi íslenska A-landsliðsins.

Þá sat Andri Rúnar Bjarnason allan tímann á varamannabekk Esbjerg er liðið tapaði 2-1 fyrir HB Køge.

Þegar ein umferð er eftir af umspili dönsku B-deildarinnar er ljóst að Viborg og Silkeborg eru komin upp og munu leika í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Silkeborg getur enn náð toppsætinu af Viborg sem er með þriggja stiga forystu fyrir lokaumferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×