Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2021 18:46 Setning Alþingis / Lögreglan Foto: Vilhelm Gunnarsson Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn. Um fjörutíu manns svipta sig lífi hér á landi ár hvert. Sjálfsvígstíðnin er einna hæst í lögreglunni, en þar er um það bil eitt sjálfsvíg annað hvert ár, eða sautján talsins á síðustu þrjátíu árum. „Þetta er bara ofboðslegt áhyggjuefni. Þegar maður sér svona tölur þá hugsar maður að það verði að gera eitthvað. Það verður að fá betri aðstoð fyrir lögreglumenn,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Því verði lagt til að sálfræðiþjónusta verði gerð að skyldu, líkt og þrekprófin. „Þeir sem ég hef talað við eru bara allir slegnir. Auðvitað hafa allir lögreglumenn vitað af sjálfsvígum félaga sinna í gegnum tíðina en það er svo vont og erfitt þegar þetta er sett svona niður á blað fyrir mann hvað þetta eru margir. Þetta slær mann í andlitið,” segir hann. Tölurnar voru teknar saman í heimildarmyndinni Þögul tár eftir Sigurbjörgu Söru Bergsdóttur, sem var forsýnd á þriðjudag. Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson kom að gerð myndarinnar en hann hefur þurft að horfa á eftir mörgum félögum úr lögreglunni. „Maður þarf alltaf að vera sterkur. Það er sagt í boltanum að taka þetta á kassann, hætta að hugsa um þetta, þú hefðir ekki getað breytt neinu. En ef maður vinnur ekki í því þá safnast þetta bara upp,” segir Ragnar, sem kallar eftir breytingum. Ragnar Jónsson lögreglumaður kom að gerð myndarinnar Þögul tár, þar sem greint var frá sjálfsvígstíðni innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er bara með okkur eins og aðra. Á bak við brosið getur leynst eitthvað myrkur,” segir hann, spurður hvers vegna hann telji sjálfvígstíðnina innan lögreglunnar svo háa. Ragnar og Fjölnir segir að vissulega takist lögreglan á við erfið verkefni, en að stundum átti lögreglumenn sig ekki á hversu erfið þau eru. Það sé hluti af starfinu að koma á erfiðan vettvang, að koma að sjálfsvígum, dauðsföllum, slysum og fleiru, og það sé eitthvað sem þurfi að vinna úr. Þá hafi það hingað til verið litið á það sem veikleika eða skömm að viðurkenna vanmátt sinn. „Það var þannig áður fyrr þegar ég var að byrja að það var litið á það sem veikleikamerki ef þú varst miður þín eftir útkall og sagðist þurfa að taka þér smá frí. Þá var jafnvel hnippt í þig og spurt: ertu í réttu starfi?” segir Ragnar. Núna sé staðan önnur en að áfram þurfi að opna umræðuna. „Við tölum um umferðarslys og forum þá í að laga vegi til að tryggja öryggi okkar allra, en þegar sjálfsvígsumræðan ber á góma þá er eins og allir dragi sig inn í einhverja skel og að það megi ekki tala um þetta.” Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sjá meira
Um fjörutíu manns svipta sig lífi hér á landi ár hvert. Sjálfsvígstíðnin er einna hæst í lögreglunni, en þar er um það bil eitt sjálfsvíg annað hvert ár, eða sautján talsins á síðustu þrjátíu árum. „Þetta er bara ofboðslegt áhyggjuefni. Þegar maður sér svona tölur þá hugsar maður að það verði að gera eitthvað. Það verður að fá betri aðstoð fyrir lögreglumenn,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Því verði lagt til að sálfræðiþjónusta verði gerð að skyldu, líkt og þrekprófin. „Þeir sem ég hef talað við eru bara allir slegnir. Auðvitað hafa allir lögreglumenn vitað af sjálfsvígum félaga sinna í gegnum tíðina en það er svo vont og erfitt þegar þetta er sett svona niður á blað fyrir mann hvað þetta eru margir. Þetta slær mann í andlitið,” segir hann. Tölurnar voru teknar saman í heimildarmyndinni Þögul tár eftir Sigurbjörgu Söru Bergsdóttur, sem var forsýnd á þriðjudag. Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson kom að gerð myndarinnar en hann hefur þurft að horfa á eftir mörgum félögum úr lögreglunni. „Maður þarf alltaf að vera sterkur. Það er sagt í boltanum að taka þetta á kassann, hætta að hugsa um þetta, þú hefðir ekki getað breytt neinu. En ef maður vinnur ekki í því þá safnast þetta bara upp,” segir Ragnar, sem kallar eftir breytingum. Ragnar Jónsson lögreglumaður kom að gerð myndarinnar Þögul tár, þar sem greint var frá sjálfsvígstíðni innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er bara með okkur eins og aðra. Á bak við brosið getur leynst eitthvað myrkur,” segir hann, spurður hvers vegna hann telji sjálfvígstíðnina innan lögreglunnar svo háa. Ragnar og Fjölnir segir að vissulega takist lögreglan á við erfið verkefni, en að stundum átti lögreglumenn sig ekki á hversu erfið þau eru. Það sé hluti af starfinu að koma á erfiðan vettvang, að koma að sjálfsvígum, dauðsföllum, slysum og fleiru, og það sé eitthvað sem þurfi að vinna úr. Þá hafi það hingað til verið litið á það sem veikleika eða skömm að viðurkenna vanmátt sinn. „Það var þannig áður fyrr þegar ég var að byrja að það var litið á það sem veikleikamerki ef þú varst miður þín eftir útkall og sagðist þurfa að taka þér smá frí. Þá var jafnvel hnippt í þig og spurt: ertu í réttu starfi?” segir Ragnar. Núna sé staðan önnur en að áfram þurfi að opna umræðuna. „Við tölum um umferðarslys og forum þá í að laga vegi til að tryggja öryggi okkar allra, en þegar sjálfsvígsumræðan ber á góma þá er eins og allir dragi sig inn í einhverja skel og að það megi ekki tala um þetta.”
Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sjá meira