21 dagur í EM: Þegar Gummi Ben varð heimsfrægur í miðju Evrópumóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 12:01 Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur eftir lýsingar sínar frá EM. Visir/Vilhelm Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Íslands á móti Austurríki á EM 2016 skilaði honum óvæntri heimsfrægð. Það þekktu ansi margir í heiminum til „klikkaða lýsandans“ frá Íslandi eftir leik Íslands og Austurríkis í París 22. júní 2016. Mögnuð lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki á Stade de France fór á flug á netmiðlum í kjölfar sigursins þar sem strákarnir okkar tryggðu sér leik á móti Englandi í sextán liða úrslitum keppninnar. Gummi Ben fór þarna upp á háa C-ið með eftirminnilegum hætti enda íslenska karlalandsliðið þarna að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti og um leið að tryggja sér draumaleik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Icelandic commentator goes wild when Iceland score last-minute goal video https://t.co/cIsdgp1Jo6— The Guardian (@guardian) June 23, 2016 Nýliðarnir frá Íslandi höfðu slegið í gegn en fáir af strákunum fengu þó að kynnast öðru eins áreiti og Guðmundur Benediktsson dagana á eftir. „Símtölin, tölvupóstarnir og skilaboðin skipta örugglega þúsundum. Þetta er bara vitleysa. Ég myndi orða það helst þannig,“ segir Guðmundur Benediktsson í samtali við Fréttablaðið (og Vísi) næstum því tveimur vikum síðar. „Þetta er alger vitleysa sem ég hef lítinn áhuga á að taka þátt í.“ Guðmundur sagði að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að lýsa markinu á þennan hátt. Hann segir að það sé ekki hægt. „Það er bara ýmislegt sem gerist í beinni útsendingu. Ef vel á að gera þá er best að ákveða ekki neitt,“ segir Guðmundur og bætir við að þegar tilefnið sé jafn stórt og nú séu miklar tilfinningar í spilinu. See the Icelandic commentator flip his s*** after the final whistle in #engisl #euro2016 #isl #enghttps://t.co/C6d70ukl6j— Vísir (@visir_is) June 28, 2016 Skyndileg heimsfræg breytti líka litlu fyrir íslenska lýsandann en það var aðeins öðruvísi að lýsa næstu leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu. „Ég varð var við það í leiknum gegn Englandi að það voru margir í kringum mig í stúkunni sem vissu greinilega af þessu og voru að fylgjast með mér. En maður getur ekki breytt því. Þetta er bara ég. Ég verð að vera ég. Það var einhvern tímann sagt að allt annað væri upptekið,“ segir Guðmundur í fyrrnefndu viðtali sem birtist á Vísi. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01 24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Það þekktu ansi margir í heiminum til „klikkaða lýsandans“ frá Íslandi eftir leik Íslands og Austurríkis í París 22. júní 2016. Mögnuð lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki á Stade de France fór á flug á netmiðlum í kjölfar sigursins þar sem strákarnir okkar tryggðu sér leik á móti Englandi í sextán liða úrslitum keppninnar. Gummi Ben fór þarna upp á háa C-ið með eftirminnilegum hætti enda íslenska karlalandsliðið þarna að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti og um leið að tryggja sér draumaleik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Icelandic commentator goes wild when Iceland score last-minute goal video https://t.co/cIsdgp1Jo6— The Guardian (@guardian) June 23, 2016 Nýliðarnir frá Íslandi höfðu slegið í gegn en fáir af strákunum fengu þó að kynnast öðru eins áreiti og Guðmundur Benediktsson dagana á eftir. „Símtölin, tölvupóstarnir og skilaboðin skipta örugglega þúsundum. Þetta er bara vitleysa. Ég myndi orða það helst þannig,“ segir Guðmundur Benediktsson í samtali við Fréttablaðið (og Vísi) næstum því tveimur vikum síðar. „Þetta er alger vitleysa sem ég hef lítinn áhuga á að taka þátt í.“ Guðmundur sagði að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að lýsa markinu á þennan hátt. Hann segir að það sé ekki hægt. „Það er bara ýmislegt sem gerist í beinni útsendingu. Ef vel á að gera þá er best að ákveða ekki neitt,“ segir Guðmundur og bætir við að þegar tilefnið sé jafn stórt og nú séu miklar tilfinningar í spilinu. See the Icelandic commentator flip his s*** after the final whistle in #engisl #euro2016 #isl #enghttps://t.co/C6d70ukl6j— Vísir (@visir_is) June 28, 2016 Skyndileg heimsfræg breytti líka litlu fyrir íslenska lýsandann en það var aðeins öðruvísi að lýsa næstu leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu. „Ég varð var við það í leiknum gegn Englandi að það voru margir í kringum mig í stúkunni sem vissu greinilega af þessu og voru að fylgjast með mér. En maður getur ekki breytt því. Þetta er bara ég. Ég verð að vera ég. Það var einhvern tímann sagt að allt annað væri upptekið,“ segir Guðmundur í fyrrnefndu viðtali sem birtist á Vísi.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01 24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30
23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01
24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01