Svandís og Katrín kynntu breytingar innanlands og á landamærum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2021 10:22 Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu takmarkana eftir ríkisstjórnarfund í dag. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðir á landamærum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum sínum um aðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til 26. maí, sem er miðvikudagur í næstu viku. Svandís sagði við fréttastofu í vikunni að létt yrði á aðgerðum fyrr, og nefndi þar eftir helgina. Hins vegar er annar í hvítasunnu á mánudag og því gæti afléttingin átt sér stað á þriðjudag. Þá sagði Svandís reikna með að samkomubann yrði að minnsta kosti útvíkkað til hundrað manna. Sem stendur er 50 manna samkomubann í landinu og tveggja metra regla auk fleiri takmarkana. Þórólfur Guðnason í Laugardalshöll á dögunum þegar hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin er sem stendur á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum þar sem minnisblað Þórólfs verður vafalítið rætt. Nokkur smit hafa greinst á landinu undanfarna daga og sum hver utan sóttkvíar. „Við höfum verið með þessar afléttingar undanfarið þrátt fyrir smit í samfélaginu. Ég held við ættum að halda því áfram,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þá sagðist Þórólfur á upplýsingafundinum í gær hafa þegar skilað ráðherra tillögum að aðgerðum á landamærum. Reiknað er með að fundi ríkisstjórnar ljúki um ellefuleytið. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við Svandísi að loknum fundi. Uppfært: 150 mega koma saman á þriðjudaginn, fólk þarf ekki að bera grímur í verslunum og veitingastaðir taka á móti gestum til klukkan 23 (opið til 24). Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar mega taka við leyfilegum hámarksgjölda. Þá ræddi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðgerðir á landamærum. Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum til 15. júní. Krafa um sóttvarnahótel falli niður 1. júní og sömuleiðis bann við ónauðsynlegum ferðum.
Núverandi reglugerð gildir til 26. maí, sem er miðvikudagur í næstu viku. Svandís sagði við fréttastofu í vikunni að létt yrði á aðgerðum fyrr, og nefndi þar eftir helgina. Hins vegar er annar í hvítasunnu á mánudag og því gæti afléttingin átt sér stað á þriðjudag. Þá sagði Svandís reikna með að samkomubann yrði að minnsta kosti útvíkkað til hundrað manna. Sem stendur er 50 manna samkomubann í landinu og tveggja metra regla auk fleiri takmarkana. Þórólfur Guðnason í Laugardalshöll á dögunum þegar hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin er sem stendur á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum þar sem minnisblað Þórólfs verður vafalítið rætt. Nokkur smit hafa greinst á landinu undanfarna daga og sum hver utan sóttkvíar. „Við höfum verið með þessar afléttingar undanfarið þrátt fyrir smit í samfélaginu. Ég held við ættum að halda því áfram,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þá sagðist Þórólfur á upplýsingafundinum í gær hafa þegar skilað ráðherra tillögum að aðgerðum á landamærum. Reiknað er með að fundi ríkisstjórnar ljúki um ellefuleytið. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við Svandísi að loknum fundi. Uppfært: 150 mega koma saman á þriðjudaginn, fólk þarf ekki að bera grímur í verslunum og veitingastaðir taka á móti gestum til klukkan 23 (opið til 24). Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar mega taka við leyfilegum hámarksgjölda. Þá ræddi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðgerðir á landamærum. Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum til 15. júní. Krafa um sóttvarnahótel falli niður 1. júní og sömuleiðis bann við ónauðsynlegum ferðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur víst að minnst eitthundrað megi koma saman eftir helgi Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum. 18. maí 2021 17:58 Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. 20. maí 2021 11:39 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Telur víst að minnst eitthundrað megi koma saman eftir helgi Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum. 18. maí 2021 17:58
Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. 20. maí 2021 11:39