Það kemur enginn hingað til að fá eitthvað Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. maí 2021 20:51 Ragnar Snær gat vart verið ánægðari eftir eins marks sigur KA. Vísir/Hulda Margrét Ragnar Snær Njálsson var mjög ánægður með sigur sinna manna er KA tryggði sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. KA vann FH 30-29 og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 16 ár. „Frábært karakter enn og aftur í okkar liði, alvöru hjarta. Það virðist vera alveg sama hver staðan er þegar það eru 10 mínútur eftir. Við vitum að við klárum þetta, sérstaklega hérna á heimavelli. Það gefur ansi góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Ragnar ánægður eftir eins mark sigur á FH í KA heimilinu í dag. Leikurinn var í járnum allt til enda og gat farið á hvorn veginn sem var. „Ég gæti tekið týpíska svarið og sagt að ástæðan fyrir að við vinnum í dag sé vörn, markvarsla og hraðaupphlaup eins og nánast allir svara sem koma í svona viðtöl en svarið er eitthvað allt annað hjá okkur. Þetta er bara formúla af gæjum sem gjörsamlega deyja inn á vellinum fyrir klúbbinn. Við erum allir að sameinast um þetta. Við erum ekkert endilega með bestu leikmennina í öllum stöðunum en það er gífurlegt hjarta í þessu sem skildi aldrei vanmeta. Ég myndi ekki vilja vera í þeim sporum að þurfa að koma hingað og spila í úrslitakeppninni.“ Ragnar snéri aftur á völlinn eftir langa pásu fyrir þremur árum og spilaði fyrir Stjörnuna þá en er að uppalinn í KA. „Þetta er bara þriðja tímabilið hjá mér síðan ég byrjaði aftur í handboltanum. Það er svo geðveikt að vera kominn aftur til Akureyrar. Ég kom inn hjá Stjörnunni og það var æðislegt, hjálpað mér í gegnum erfiða tíma. Það er samt svo frábært að vera kominn aftur norður og ég er svo innilega þakklátur að þeir hafi fengið mig hingað.“ Stórkostleg stemning í KA-Heimilinu á Eurovision kvöldi. Þvílíkt fólk í kringum klúbbinn og þvílíkt hjarta í þessu liði. Guð hjálpi þeim sem þurfa að koma norður í playoffs Áfram gakk!!! #Handbolti— Ragnar Njálsson (@ragnarnjalsson) May 20, 2021 Ragnar átti frábæran leik í hjarta vörn KA í kvöld „Maður gæti verið í einhverjum öðrum liðum og barist um að henda í einhverja tölfræði, 10-12 stöðvanir í leik en hér er mér bara alveg sama. Ég vill bara gera það sem gerir liðinu gott og það sem skilar tveimur punktum á töfluna og gleði í stúkuna. Það sem gerir ungu krakkana hérna brjálaða í að æfa handbolta, líta upp til okkar og vilja halda áfram. Gera eitthvað meira úr þessum stórkostlega klúbb. Fínt hjá mér og öllum í dag, þetta er bara eitthvað annað level sem er í gangi hérna. Ég er svo ótrúlega stoltur af strákunum og þá sérstaklega ungu strákunum.“ Það eru 16 ár síðan KA komst síðast í úrslitakeppnina og með sigri í dag eru þeir öryggir í keppnina. Ragnar Snær spilaði einmitt með KA fyrir 16 árum. „Maður fær eiginlega bara smá sting í hjartað að heyra þetta. 16 ár það er bara óraunverulegt. Munurinn kannski á því þá og núna er að mér finnst bara eitthvað rosalegt momentum með okkur og við finnum það allir. Við ætlum okkur stóra hluti sama hvað hver segir. Það kemur enginn hingað til að fá eitthvað.“ Spurður út í það hvað KA ætlaði að gera í úrslitakeppninni, stóð ekki á svörum. „Við ætlum alla leið. Það er ekkert flókið,“ sagði Ragnar að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 30-29 | KA-menn tryggðu sig inn í úrslitakeppnina KA tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla með sigri á FH í kvöld. Er þetta í fyrsta skipti í 16 ár sem KA kemst þangað. Lokatölur 30-29 á Akureyri í kvöld. 20. maí 2021 19:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
„Frábært karakter enn og aftur í okkar liði, alvöru hjarta. Það virðist vera alveg sama hver staðan er þegar það eru 10 mínútur eftir. Við vitum að við klárum þetta, sérstaklega hérna á heimavelli. Það gefur ansi góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Ragnar ánægður eftir eins mark sigur á FH í KA heimilinu í dag. Leikurinn var í járnum allt til enda og gat farið á hvorn veginn sem var. „Ég gæti tekið týpíska svarið og sagt að ástæðan fyrir að við vinnum í dag sé vörn, markvarsla og hraðaupphlaup eins og nánast allir svara sem koma í svona viðtöl en svarið er eitthvað allt annað hjá okkur. Þetta er bara formúla af gæjum sem gjörsamlega deyja inn á vellinum fyrir klúbbinn. Við erum allir að sameinast um þetta. Við erum ekkert endilega með bestu leikmennina í öllum stöðunum en það er gífurlegt hjarta í þessu sem skildi aldrei vanmeta. Ég myndi ekki vilja vera í þeim sporum að þurfa að koma hingað og spila í úrslitakeppninni.“ Ragnar snéri aftur á völlinn eftir langa pásu fyrir þremur árum og spilaði fyrir Stjörnuna þá en er að uppalinn í KA. „Þetta er bara þriðja tímabilið hjá mér síðan ég byrjaði aftur í handboltanum. Það er svo geðveikt að vera kominn aftur til Akureyrar. Ég kom inn hjá Stjörnunni og það var æðislegt, hjálpað mér í gegnum erfiða tíma. Það er samt svo frábært að vera kominn aftur norður og ég er svo innilega þakklátur að þeir hafi fengið mig hingað.“ Stórkostleg stemning í KA-Heimilinu á Eurovision kvöldi. Þvílíkt fólk í kringum klúbbinn og þvílíkt hjarta í þessu liði. Guð hjálpi þeim sem þurfa að koma norður í playoffs Áfram gakk!!! #Handbolti— Ragnar Njálsson (@ragnarnjalsson) May 20, 2021 Ragnar átti frábæran leik í hjarta vörn KA í kvöld „Maður gæti verið í einhverjum öðrum liðum og barist um að henda í einhverja tölfræði, 10-12 stöðvanir í leik en hér er mér bara alveg sama. Ég vill bara gera það sem gerir liðinu gott og það sem skilar tveimur punktum á töfluna og gleði í stúkuna. Það sem gerir ungu krakkana hérna brjálaða í að æfa handbolta, líta upp til okkar og vilja halda áfram. Gera eitthvað meira úr þessum stórkostlega klúbb. Fínt hjá mér og öllum í dag, þetta er bara eitthvað annað level sem er í gangi hérna. Ég er svo ótrúlega stoltur af strákunum og þá sérstaklega ungu strákunum.“ Það eru 16 ár síðan KA komst síðast í úrslitakeppnina og með sigri í dag eru þeir öryggir í keppnina. Ragnar Snær spilaði einmitt með KA fyrir 16 árum. „Maður fær eiginlega bara smá sting í hjartað að heyra þetta. 16 ár það er bara óraunverulegt. Munurinn kannski á því þá og núna er að mér finnst bara eitthvað rosalegt momentum með okkur og við finnum það allir. Við ætlum okkur stóra hluti sama hvað hver segir. Það kemur enginn hingað til að fá eitthvað.“ Spurður út í það hvað KA ætlaði að gera í úrslitakeppninni, stóð ekki á svörum. „Við ætlum alla leið. Það er ekkert flókið,“ sagði Ragnar að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 30-29 | KA-menn tryggðu sig inn í úrslitakeppnina KA tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla með sigri á FH í kvöld. Er þetta í fyrsta skipti í 16 ár sem KA kemst þangað. Lokatölur 30-29 á Akureyri í kvöld. 20. maí 2021 19:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
Leik lokið: KA - FH 30-29 | KA-menn tryggðu sig inn í úrslitakeppnina KA tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla með sigri á FH í kvöld. Er þetta í fyrsta skipti í 16 ár sem KA kemst þangað. Lokatölur 30-29 á Akureyri í kvöld. 20. maí 2021 19:30