Fótbolti

Aron Elís og Sveinn Aron léku í sigri OB

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Elís lék allan leikinn í 2-1 sigri í dag.
Aron Elís lék allan leikinn í 2-1 sigri í dag. Lars Ronbog/Getty Images

Danska knattspyrnufélagið OB vann 2-1 útisigur á Lyngby í dag. Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB en Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum.

Issam Jebali kom OB yfir snemma leiks og þannig var staðan allt fram á 70. mínútu leiksins en þá jafnaði Mathias Rasmussen metin fyrir heimamenn í Lyngby.

Emmanuel Sabbi skoraði sigurmark leiksins á 84. mínútu leiksins en Sveinn Aron kom inn af bekknum þremur mínútum áður. Aron Elís lék allan leikinn á miðju liðsins.

OB er í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar en þegar einn leikur er eftir er ljóst að liðið er ekki fallið og getur ekki komist í umspil um sæti í Sambandsdeild UEFA á næstu leiktíð. Liðið er með 40 stig að loknum 31 leik sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×