Stuðningsmenn Gróttu gerðu grín að vaxtarlagi og útliti ÍR-inga: Kölluðu sextán ára leikmann gíraffa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 12:00 Karen Ösp Guðbjartsdóttir er markvörður ÍR í Grill 66-deildinni. vísir/bylgjan Karen Ösp Guðbjartsdóttir og stöllur hennar í handboltaliði ÍR fengu yfir sig svívirðingar frá stuðningsmönnum Gróttu í leikjum liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á dögunum. Karen sagði frá upplifun sinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Grótta vann einvígið, 2-1, og komst þar í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir HK. „Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og taka fram að þetta er ekki árás á Gróttu sem félag. Taka það hundrað prósent fram. Það eru öll lið sem eiga svona skemmd epli,“ sagði Karen í Bítinu. Að hennar sögn voru nokkrir unglingspiltar sem létu leikmenn ÍR heyra það í sífellu og gerðu meðal annars athugasemdir við vaxtarlag og útlit þeirra. „Þeir voru með nafnalistann á hreinu, vissu hvað hver og ein hét og gengu meira að segja svo langt að þeir voru með símana á lofti í miðjum leik og voru að fara inn á Facebook-síður okkar og gúggla okkur til að reyna að fá sem mestar persónulegar upplýsingar um okkur,“ sagði Karen. „Ég fékk að heyra nafnið mitt ítrekað og þegar þeir náðu athygli minni sögðu þeir: Hey, Karen af hverju varðirðu ekki þennan bolta? Ef þú hefðir værir aðeins léttari, er ekki kominn tími til að létta sig? Kannski að þú náir þá næsta bolta.“ Samherji Karenar sem tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann hana fékk einnig ítrekað athugasemdir um útlit sitt. Ógeð sem kynni ekki að hlaupa „Þegar þessi leikmaður, sem er hornamaður, hljóp fram í hraðaupphlaup kölluðu þeir hana ítrekað ógeð. Að hún væri ógeð og kynni ekki að hlaupa. Þetta stoppaði ekki,“ sagði Karen. Þá kölluðu stuðningsmenn Gróttu hávaxinn leikmann ÍR, sem er aðeins sextán ára, gíraffa. Karen furðar sig á að enginn hafi gripið í taumana og beðið stuðningsmennina að hafa sig hæga. „Það var enginn þarna nálægt sem hafði vit á því að stoppa þetta og segja eitthvað. Það er ekki okkar hlutverk sem leikmanna og þjálfara að labba til þeirra og stoppa þá í miðjum leik,“ sagði Karen. Margir lent í því sama úti á Nesi Hún deildi upplifun sinni af framkomu stuðningsmanna Gróttu á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk mörg skilaboð frá leikmönnum í öðrum liðum sem hafa lent í því sama úti á Nesi, því miður. En þetta viðgengst örugglega í fleiri liðum. Eflaust hefur einhver úr ÍR látið ljót orð falla og það á að taka á þessu,“ sagði Karen sem viðurkennir að hróp og köll stuðningsmanna Gróttu hafi haft áhrif á sig. Eyðilögðu upplifunina „Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það því ég segist vera rosalega sterk manneskja að segja að þeir hafi náð mér því þeir náðu inn í hausinn á mér og eyðilögðu þessa upplifun fyrir mér. Þetta var virkilega óíþróttamannslegt,“ sagði markvörðurinn. Karen segir að þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, hafi sett sig í samband við hana og beðist afsökunar á framferði stuðningsmannnana. Hlusta má á viðtalið við Karenu hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 12:50 Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á háttsemi stuðningsmanna liðsins og sagt að hún sé „úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir.“ Olís-deild kvenna ÍR Grótta Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Grótta vann einvígið, 2-1, og komst þar í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir HK. „Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og taka fram að þetta er ekki árás á Gróttu sem félag. Taka það hundrað prósent fram. Það eru öll lið sem eiga svona skemmd epli,“ sagði Karen í Bítinu. Að hennar sögn voru nokkrir unglingspiltar sem létu leikmenn ÍR heyra það í sífellu og gerðu meðal annars athugasemdir við vaxtarlag og útlit þeirra. „Þeir voru með nafnalistann á hreinu, vissu hvað hver og ein hét og gengu meira að segja svo langt að þeir voru með símana á lofti í miðjum leik og voru að fara inn á Facebook-síður okkar og gúggla okkur til að reyna að fá sem mestar persónulegar upplýsingar um okkur,“ sagði Karen. „Ég fékk að heyra nafnið mitt ítrekað og þegar þeir náðu athygli minni sögðu þeir: Hey, Karen af hverju varðirðu ekki þennan bolta? Ef þú hefðir værir aðeins léttari, er ekki kominn tími til að létta sig? Kannski að þú náir þá næsta bolta.“ Samherji Karenar sem tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann hana fékk einnig ítrekað athugasemdir um útlit sitt. Ógeð sem kynni ekki að hlaupa „Þegar þessi leikmaður, sem er hornamaður, hljóp fram í hraðaupphlaup kölluðu þeir hana ítrekað ógeð. Að hún væri ógeð og kynni ekki að hlaupa. Þetta stoppaði ekki,“ sagði Karen. Þá kölluðu stuðningsmenn Gróttu hávaxinn leikmann ÍR, sem er aðeins sextán ára, gíraffa. Karen furðar sig á að enginn hafi gripið í taumana og beðið stuðningsmennina að hafa sig hæga. „Það var enginn þarna nálægt sem hafði vit á því að stoppa þetta og segja eitthvað. Það er ekki okkar hlutverk sem leikmanna og þjálfara að labba til þeirra og stoppa þá í miðjum leik,“ sagði Karen. Margir lent í því sama úti á Nesi Hún deildi upplifun sinni af framkomu stuðningsmanna Gróttu á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk mörg skilaboð frá leikmönnum í öðrum liðum sem hafa lent í því sama úti á Nesi, því miður. En þetta viðgengst örugglega í fleiri liðum. Eflaust hefur einhver úr ÍR látið ljót orð falla og það á að taka á þessu,“ sagði Karen sem viðurkennir að hróp og köll stuðningsmanna Gróttu hafi haft áhrif á sig. Eyðilögðu upplifunina „Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það því ég segist vera rosalega sterk manneskja að segja að þeir hafi náð mér því þeir náðu inn í hausinn á mér og eyðilögðu þessa upplifun fyrir mér. Þetta var virkilega óíþróttamannslegt,“ sagði markvörðurinn. Karen segir að þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, hafi sett sig í samband við hana og beðist afsökunar á framferði stuðningsmannnana. Hlusta má á viðtalið við Karenu hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 12:50 Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á háttsemi stuðningsmanna liðsins og sagt að hún sé „úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir.“
Olís-deild kvenna ÍR Grótta Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti