Stuðningsmenn Gróttu gerðu grín að vaxtarlagi og útliti ÍR-inga: Kölluðu sextán ára leikmann gíraffa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 12:00 Karen Ösp Guðbjartsdóttir er markvörður ÍR í Grill 66-deildinni. vísir/bylgjan Karen Ösp Guðbjartsdóttir og stöllur hennar í handboltaliði ÍR fengu yfir sig svívirðingar frá stuðningsmönnum Gróttu í leikjum liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á dögunum. Karen sagði frá upplifun sinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Grótta vann einvígið, 2-1, og komst þar í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir HK. „Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og taka fram að þetta er ekki árás á Gróttu sem félag. Taka það hundrað prósent fram. Það eru öll lið sem eiga svona skemmd epli,“ sagði Karen í Bítinu. Að hennar sögn voru nokkrir unglingspiltar sem létu leikmenn ÍR heyra það í sífellu og gerðu meðal annars athugasemdir við vaxtarlag og útlit þeirra. „Þeir voru með nafnalistann á hreinu, vissu hvað hver og ein hét og gengu meira að segja svo langt að þeir voru með símana á lofti í miðjum leik og voru að fara inn á Facebook-síður okkar og gúggla okkur til að reyna að fá sem mestar persónulegar upplýsingar um okkur,“ sagði Karen. „Ég fékk að heyra nafnið mitt ítrekað og þegar þeir náðu athygli minni sögðu þeir: Hey, Karen af hverju varðirðu ekki þennan bolta? Ef þú hefðir værir aðeins léttari, er ekki kominn tími til að létta sig? Kannski að þú náir þá næsta bolta.“ Samherji Karenar sem tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann hana fékk einnig ítrekað athugasemdir um útlit sitt. Ógeð sem kynni ekki að hlaupa „Þegar þessi leikmaður, sem er hornamaður, hljóp fram í hraðaupphlaup kölluðu þeir hana ítrekað ógeð. Að hún væri ógeð og kynni ekki að hlaupa. Þetta stoppaði ekki,“ sagði Karen. Þá kölluðu stuðningsmenn Gróttu hávaxinn leikmann ÍR, sem er aðeins sextán ára, gíraffa. Karen furðar sig á að enginn hafi gripið í taumana og beðið stuðningsmennina að hafa sig hæga. „Það var enginn þarna nálægt sem hafði vit á því að stoppa þetta og segja eitthvað. Það er ekki okkar hlutverk sem leikmanna og þjálfara að labba til þeirra og stoppa þá í miðjum leik,“ sagði Karen. Margir lent í því sama úti á Nesi Hún deildi upplifun sinni af framkomu stuðningsmanna Gróttu á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk mörg skilaboð frá leikmönnum í öðrum liðum sem hafa lent í því sama úti á Nesi, því miður. En þetta viðgengst örugglega í fleiri liðum. Eflaust hefur einhver úr ÍR látið ljót orð falla og það á að taka á þessu,“ sagði Karen sem viðurkennir að hróp og köll stuðningsmanna Gróttu hafi haft áhrif á sig. Eyðilögðu upplifunina „Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það því ég segist vera rosalega sterk manneskja að segja að þeir hafi náð mér því þeir náðu inn í hausinn á mér og eyðilögðu þessa upplifun fyrir mér. Þetta var virkilega óíþróttamannslegt,“ sagði markvörðurinn. Karen segir að þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, hafi sett sig í samband við hana og beðist afsökunar á framferði stuðningsmannnana. Hlusta má á viðtalið við Karenu hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 12:50 Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á háttsemi stuðningsmanna liðsins og sagt að hún sé „úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir.“ Olís-deild kvenna ÍR Grótta Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Grótta vann einvígið, 2-1, og komst þar í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir HK. „Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og taka fram að þetta er ekki árás á Gróttu sem félag. Taka það hundrað prósent fram. Það eru öll lið sem eiga svona skemmd epli,“ sagði Karen í Bítinu. Að hennar sögn voru nokkrir unglingspiltar sem létu leikmenn ÍR heyra það í sífellu og gerðu meðal annars athugasemdir við vaxtarlag og útlit þeirra. „Þeir voru með nafnalistann á hreinu, vissu hvað hver og ein hét og gengu meira að segja svo langt að þeir voru með símana á lofti í miðjum leik og voru að fara inn á Facebook-síður okkar og gúggla okkur til að reyna að fá sem mestar persónulegar upplýsingar um okkur,“ sagði Karen. „Ég fékk að heyra nafnið mitt ítrekað og þegar þeir náðu athygli minni sögðu þeir: Hey, Karen af hverju varðirðu ekki þennan bolta? Ef þú hefðir værir aðeins léttari, er ekki kominn tími til að létta sig? Kannski að þú náir þá næsta bolta.“ Samherji Karenar sem tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann hana fékk einnig ítrekað athugasemdir um útlit sitt. Ógeð sem kynni ekki að hlaupa „Þegar þessi leikmaður, sem er hornamaður, hljóp fram í hraðaupphlaup kölluðu þeir hana ítrekað ógeð. Að hún væri ógeð og kynni ekki að hlaupa. Þetta stoppaði ekki,“ sagði Karen. Þá kölluðu stuðningsmenn Gróttu hávaxinn leikmann ÍR, sem er aðeins sextán ára, gíraffa. Karen furðar sig á að enginn hafi gripið í taumana og beðið stuðningsmennina að hafa sig hæga. „Það var enginn þarna nálægt sem hafði vit á því að stoppa þetta og segja eitthvað. Það er ekki okkar hlutverk sem leikmanna og þjálfara að labba til þeirra og stoppa þá í miðjum leik,“ sagði Karen. Margir lent í því sama úti á Nesi Hún deildi upplifun sinni af framkomu stuðningsmanna Gróttu á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk mörg skilaboð frá leikmönnum í öðrum liðum sem hafa lent í því sama úti á Nesi, því miður. En þetta viðgengst örugglega í fleiri liðum. Eflaust hefur einhver úr ÍR látið ljót orð falla og það á að taka á þessu,“ sagði Karen sem viðurkennir að hróp og köll stuðningsmanna Gróttu hafi haft áhrif á sig. Eyðilögðu upplifunina „Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það því ég segist vera rosalega sterk manneskja að segja að þeir hafi náð mér því þeir náðu inn í hausinn á mér og eyðilögðu þessa upplifun fyrir mér. Þetta var virkilega óíþróttamannslegt,“ sagði markvörðurinn. Karen segir að þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, hafi sett sig í samband við hana og beðist afsökunar á framferði stuðningsmannnana. Hlusta má á viðtalið við Karenu hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 12:50 Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á háttsemi stuðningsmanna liðsins og sagt að hún sé „úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir.“
Olís-deild kvenna ÍR Grótta Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira