Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 10:59 Öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið var aukin verulega eftir árásina blóðugu í janúar. AP/Carolyn Kaster Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni höfðu lagst gegn rannsóknarnefndinni og héldu því fram að yrði flokkspólitísk jafnvel þó að frumvarpið geri ráð fyrir að flokkarnir fengju jafnmarga fulltrúa. Demókratar hafa krafist þess að nefndin verði stofnuð um mánaðaskeið en þeir telja hana nauðsynlega til þess að gera upp atburðina 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, réðst á þinghúsið þegar þingmenn voru að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þegar til kastanna kom í gær greiddu 35 repúblikanar atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að Trump hefði varað flokkssystkini sín við því að ganga í „gildru“ demókrata. Sumir þeirra kváðu fast að orði þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta snýst um staðreyndirnar, þetta er ekki flokkspólitík,“ sagði John Katko, oddviti repúblikana í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar sem samdi um frumvarpið við demókrata. Bandaríska þjóðin og lögreglan við þinghúsið verðskuldaði svör og aðgerðir til að tryggja að atburðir á borð við þessa gætu ekki endurtekið sig. Árásin á þinghúsið í janúar var sú versta í meira en tvö hundruð ár í Bandaríkjunum. Fjórir uppreisnarmannana létu lífið, þar á meðal kona sem lögreglumenn skutu til bana þegar hún reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar. Lögreglumaður lést daginn eftir átökin við uppreisnarmennina og tveir aðrir sviptu sig lífi í kjölfarið. Demókratar voru æfir yfir því að meirihluti Repúblikanaflokksins stæði gegn rannsókn á árás þar sem æstur múgur réðst á lögreglumenn með ofbeldi og að þeir reyndu að halda því fram að eini tilgangur rannsóknarnefndar væri að koma höggi á Trump. „Það var fólk sem fór upp á þinghæðina, barði lögreglumenn með blýröri í höfuðið og við getum ekki náð þverpólitískri samstöðu? Hvað fleira þarf að gerast í þessu landi?“ öskraði Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, úr pontu. Sagði hann afstöðu repúblikana löðrung í andlit lögreglumanna um allt landið. Ólíklegt er að öldungadeild þingsins samþykki frumvarpið en þar þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða því atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu sem dregur úr líkunum á því að demókratar fái tíu repúblikana til að greiða atkvæði með sér. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sakaði Trump um að hafa egnt stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið og kærði hann fyrir embættisbrot í janúar. Nokkrir repúblikanar greiddu atkvæði með kæru. Trump var sýknaður í öldungadeildinni þar sem repúblikanar höfðu meirihluta en nokkrir þingmenn flokksins greiddu þó atkvæði með sakfellingu. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni höfðu lagst gegn rannsóknarnefndinni og héldu því fram að yrði flokkspólitísk jafnvel þó að frumvarpið geri ráð fyrir að flokkarnir fengju jafnmarga fulltrúa. Demókratar hafa krafist þess að nefndin verði stofnuð um mánaðaskeið en þeir telja hana nauðsynlega til þess að gera upp atburðina 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, réðst á þinghúsið þegar þingmenn voru að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þegar til kastanna kom í gær greiddu 35 repúblikanar atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að Trump hefði varað flokkssystkini sín við því að ganga í „gildru“ demókrata. Sumir þeirra kváðu fast að orði þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta snýst um staðreyndirnar, þetta er ekki flokkspólitík,“ sagði John Katko, oddviti repúblikana í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar sem samdi um frumvarpið við demókrata. Bandaríska þjóðin og lögreglan við þinghúsið verðskuldaði svör og aðgerðir til að tryggja að atburðir á borð við þessa gætu ekki endurtekið sig. Árásin á þinghúsið í janúar var sú versta í meira en tvö hundruð ár í Bandaríkjunum. Fjórir uppreisnarmannana létu lífið, þar á meðal kona sem lögreglumenn skutu til bana þegar hún reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar. Lögreglumaður lést daginn eftir átökin við uppreisnarmennina og tveir aðrir sviptu sig lífi í kjölfarið. Demókratar voru æfir yfir því að meirihluti Repúblikanaflokksins stæði gegn rannsókn á árás þar sem æstur múgur réðst á lögreglumenn með ofbeldi og að þeir reyndu að halda því fram að eini tilgangur rannsóknarnefndar væri að koma höggi á Trump. „Það var fólk sem fór upp á þinghæðina, barði lögreglumenn með blýröri í höfuðið og við getum ekki náð þverpólitískri samstöðu? Hvað fleira þarf að gerast í þessu landi?“ öskraði Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, úr pontu. Sagði hann afstöðu repúblikana löðrung í andlit lögreglumanna um allt landið. Ólíklegt er að öldungadeild þingsins samþykki frumvarpið en þar þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða því atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu sem dregur úr líkunum á því að demókratar fái tíu repúblikana til að greiða atkvæði með sér. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sakaði Trump um að hafa egnt stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið og kærði hann fyrir embættisbrot í janúar. Nokkrir repúblikanar greiddu atkvæði með kæru. Trump var sýknaður í öldungadeildinni þar sem repúblikanar höfðu meirihluta en nokkrir þingmenn flokksins greiddu þó atkvæði með sakfellingu.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira