Innlent

Hægur vindur og skúrir sunnan­lands en annars bjart­viðri

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu eitt til tíu stig yfir daginn þar sem mildast verður suðvestantil.
Hiti á landinu verður á bilinu eitt til tíu stig yfir daginn þar sem mildast verður suðvestantil. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og skúrir sunnanlands, en annars víða bjartviðri. Norðlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu, og hiti eitt til tíu stig yfir daginn þar sem mildast verður suðvestantil.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar.

„Norðan gola eða kaldi á morgun og léttskýjað, en skýjað með köflum um landið austanvert og stöku skúrir eða él.

Hiti 1 til 10 stig, mildast suðvestanlands en áfram má búast við næturfrosti, einkum fyrir norðan og austan.

Á laugardag er útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með stöku skúrum, en rigningu eða slyddu austantil á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðlæg átt 3-8 m/s og léttskýjað, en skýjað með köflum og stöku skúrir eða él um landið A-vert. Hiti 1 til 11 stig yfir daginn, mildast SV-lands.

Á laugardag: Norðaustan og austan 8-13, en hægari SV-til. Slydda eða rigning með köflum um landið A-vert, annars stöku skúrir. Hiti 2 til 10 stig, mildast V-lands.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Norðaustan 5-13 og skúrir á víð og dreif, en rigning SA-til. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á SV- og V-landi.

Á mánudag (annar í hvítasunnu): Austlæg eða breytileg átt og skúrir, en úrkomulítið NA- og A-lands. Hiti 3 til 10 stig.

Á þriðjudag: Breytileg átt og víða léttskýjað, hlýnandi veður.

Á miðvikudag: Suðlæg átt og bjart veður, en skýjað með köflum V-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×