mbl.is greindi frá smitinu en í svari verslunarinnar til miðilsins kemur ekki fram hvenær smitið greindist eða hvort þau séu fleiri en eitt.
Verslun H&M á að vera opin frá ellefu til sjö á daginn en opnaði ekki fyrr en 13.15 í dag, trúlega vegna smitsins.
Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar.