Fundu málmgufur utan um halastjörnur Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 15:01 Járn (Fe) og nikkel (Ni) fannst í þunnum gashjúp þegar ljósið frá halastjörnunni C/2016 R2 (PANSTARRS) var litrófsrgreint. Þungmálmar eru yfirleitt ekki á gasformi í kuldanum fjarri sólinni. ESO/L. Calçada, SPECULOOS Team/E. Jehin, Manfroid og fleiri Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. Járn- og nikkelgas fannst í þunnum gashjúpi sem umlykur halastjörnur í rannsókn hóps belgískra stjörnufræðinga á tuttugu halastjörnum sem fylgst hefur verið með yfir tuttugu ára tímabil. Gasið fannst jafnvel utan um halastjörnu sem voru meira en 480 milljónir kílómetra frá sólinni, þrefalt lengra en jörðin er frá sólinni. Vitað var að járn og nikkel væri að finna í innviðum halastjarna í sólkerfinu. Þungmálmar þurrgufa aftur á móti ekki vanalega upp við lágt hitastig utarlega í sólkerfinu og því kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna frumefnin í gashjúpi halastjarnanna. Yfirleitt finnast þungmálmar í lofthjúpum mjög heitra fjarreikistjarna eða utan um halastjörnu sem gufa upp þegar þær fara of nærri sólu. Einnig kom það á óvart að efnin skyldu finnast í nokkuð jöfnum hlutföllum. Yfirleitt er tífalt meira af járni í sólkerfinu okkar en nikkel, þar á meðal í sólinni og í loftsteinum sem hafa skollið á jörðina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og sólkerfið en þær hafa lítið sem ekkert breyst á þeim milljörðum ára sem síðan eru liðnir. Í kenningunni ættu sömu hlutföll því að sjást á milli frumefnanna tveggja í þeim. „Við teljum að þau berist frá einhverju sérstöku efni í kjarna halastjörnunnar sem þurrgufi við mjög lágt hitastig og losi við það járn og nikkel í um það bil sömu hlutföllum,“ er haft eftir Damien Hutsemékers, úr belgíska teyminu í Liège-háskóla, í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) um uppruna efnanna. Stjörnufræðingarnir notuðu VLT-sjónauka ESO við rannsóknina. Vísbending um aðstæður í öðrum sólkerfum Þungmálmar fundust einnig í gashjúpi enn fjarlægari halastjörnu. Pólskur hópur vísindamanna fann þannig nikkel í gashjúpnum utan um 2l-Borisov, fyrstu halastjörnuna sem menn fundu sem á rætur sínar að rekja utan sólkerfisins okkar. Þeir gerðu mælingar sínar þegar halastjarnan sveif fram hjá fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þá var hún um 300 kílómetra frá sólinni okkar, tvöfalt lengra en jörðin er frá sólu. „Í fyrstu trúðum við varla að nikkel væri í raun í 2I/Borisov þegar hún var svo langt frá sólu. Við gerðum nokkrar prófanir áður en við sannfærðumst,“ sagði meðhöfundur greinarinnar Piotr Guzik við Jagiellonian-háskóla í Póllandi. Fundurinn bendir til þess að svonefnd miðgeimhalastjarna eins og 2l/Borisov sem varð ekki til í sólkerfinu okkar og halastjörnurnar í okkar eigin sólkerfi eigi ýmislegt sameiginlegt. Þá veitir rannsókn á miðgeimsfyrirbæri eins og 2l/Borisov sýn inn í önnur sólkerfi og efnasamsetningu þeirra. Geimurinn Vísindi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Járn- og nikkelgas fannst í þunnum gashjúpi sem umlykur halastjörnur í rannsókn hóps belgískra stjörnufræðinga á tuttugu halastjörnum sem fylgst hefur verið með yfir tuttugu ára tímabil. Gasið fannst jafnvel utan um halastjörnu sem voru meira en 480 milljónir kílómetra frá sólinni, þrefalt lengra en jörðin er frá sólinni. Vitað var að járn og nikkel væri að finna í innviðum halastjarna í sólkerfinu. Þungmálmar þurrgufa aftur á móti ekki vanalega upp við lágt hitastig utarlega í sólkerfinu og því kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna frumefnin í gashjúpi halastjarnanna. Yfirleitt finnast þungmálmar í lofthjúpum mjög heitra fjarreikistjarna eða utan um halastjörnu sem gufa upp þegar þær fara of nærri sólu. Einnig kom það á óvart að efnin skyldu finnast í nokkuð jöfnum hlutföllum. Yfirleitt er tífalt meira af járni í sólkerfinu okkar en nikkel, þar á meðal í sólinni og í loftsteinum sem hafa skollið á jörðina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og sólkerfið en þær hafa lítið sem ekkert breyst á þeim milljörðum ára sem síðan eru liðnir. Í kenningunni ættu sömu hlutföll því að sjást á milli frumefnanna tveggja í þeim. „Við teljum að þau berist frá einhverju sérstöku efni í kjarna halastjörnunnar sem þurrgufi við mjög lágt hitastig og losi við það járn og nikkel í um það bil sömu hlutföllum,“ er haft eftir Damien Hutsemékers, úr belgíska teyminu í Liège-háskóla, í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) um uppruna efnanna. Stjörnufræðingarnir notuðu VLT-sjónauka ESO við rannsóknina. Vísbending um aðstæður í öðrum sólkerfum Þungmálmar fundust einnig í gashjúpi enn fjarlægari halastjörnu. Pólskur hópur vísindamanna fann þannig nikkel í gashjúpnum utan um 2l-Borisov, fyrstu halastjörnuna sem menn fundu sem á rætur sínar að rekja utan sólkerfisins okkar. Þeir gerðu mælingar sínar þegar halastjarnan sveif fram hjá fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þá var hún um 300 kílómetra frá sólinni okkar, tvöfalt lengra en jörðin er frá sólu. „Í fyrstu trúðum við varla að nikkel væri í raun í 2I/Borisov þegar hún var svo langt frá sólu. Við gerðum nokkrar prófanir áður en við sannfærðumst,“ sagði meðhöfundur greinarinnar Piotr Guzik við Jagiellonian-háskóla í Póllandi. Fundurinn bendir til þess að svonefnd miðgeimhalastjarna eins og 2l/Borisov sem varð ekki til í sólkerfinu okkar og halastjörnurnar í okkar eigin sólkerfi eigi ýmislegt sameiginlegt. Þá veitir rannsókn á miðgeimsfyrirbæri eins og 2l/Borisov sýn inn í önnur sólkerfi og efnasamsetningu þeirra.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira