Grafa upp líkamsleifar í von um að leysa 70 ára ráðgátu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 09:08 Lögregla birti myndir af Somerton-manninum í þeirri von að almenningur gæti aðstoðað við að bera kennsl á hann. Áströlsk lögregluyfirvöld vinna nú að því að grafa upp líkamsleifar manns sem fannst á strönd fyrir meira en 70 árum. Markmiðið er að bera kennsl á manninn en málið er eitt þekktustu óleystu sakamála landsins. Í raun er ef til réttara að tala um ráðgátu en sakamál, þar sem fátt er vitað um hvernig dauða mannsins bar að. Hann fannst 1. desember 1948, þar sem hann lá upp við varnargarð á Somerton-strönd í borginni Adelaide, klæddur í jakkaföt og með bindi. Lögregla með ferðatösku mannsins. Ekkert fannst á Somerton-manninum sem benti til þess hver hann væri og hann var jarðsettur í kirkjugarði í Adelaide, undir legsteini sem á stóð „Óþekkti maðurinn“. Við rannsókn málsins fannst ferðataska sem talin er hafa tilheyrt manninum. Í henni var meðal annars fatnaður en athygli vakti að allir merkimiðar höfðu verkið fjarlægðir. Áður en maðurinn var jarðsettur fannst dularfullur miði í földum vasa á buxum mannsins. Um var að ræða afrifu sem á stóð „Tamad Shud“, sem þýðir „lokið“ eða „búinn“. Lögregla komst að því að um var að ræða lokaorð ljóðabókar eftir 12. aldar persneskan stærðfræðing. Ótrúlegt en satt þá tókst lögreglu að finna bókina sem orðin höfðu verið rifið úr. Á einni síðu var að finna för eftir texta sem hafði verið skrifaður á annað blað og var það tilgáta lögreglu að um dulmál væri að ræða. Í bókinni fannst einnig símanúmer, sem reyndist vera í eigu hjúkrunarfræðingsins Jessicu Ellen Thompson. Þegar henni var sýnd afsteypa af höfði mannsins sagðist hún ekki kannast við hann en lögregla taldi viðbrögð hennar benda til annars. Dulmálið óleysta. Thompson viðurkenndi að hafa gefið fyrrverandi kærasta eintak af ljóðabókinni, Rubaiyat. Kærastinn, Alf Boxall, reyndist hins vegar enn eiga sitt eintak og það var órifið. Boxall var þá verkamaður en hafði starfað hjá leyniþjónustunni í stríðinu. Það komst aldrei upp hvort einhver tengsl voru á milli Thompson, Boxall og Somerton-mannsins en árið 2014 sagðist dóttir Thompson þess fullviss að móðir hennar hefði þekkt manninn dularfulla. Þá vekur athygli að í júní árið 1945, rétt hjá hótelinu þar sem Thompson gaf Boxall eintak af Rubaiyat, fannst maður að nafni George Marshall látinn. Á líkinu lá eintak af Rubaiyat og rannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði veirð fyrir Marshall. Þegar Somerton-maðurinn var krufinn þremur árum seinna komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hann hefði mætt sömu örlögum. Umfjöllun BBC. Erlend sakamál Ástralía Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Í raun er ef til réttara að tala um ráðgátu en sakamál, þar sem fátt er vitað um hvernig dauða mannsins bar að. Hann fannst 1. desember 1948, þar sem hann lá upp við varnargarð á Somerton-strönd í borginni Adelaide, klæddur í jakkaföt og með bindi. Lögregla með ferðatösku mannsins. Ekkert fannst á Somerton-manninum sem benti til þess hver hann væri og hann var jarðsettur í kirkjugarði í Adelaide, undir legsteini sem á stóð „Óþekkti maðurinn“. Við rannsókn málsins fannst ferðataska sem talin er hafa tilheyrt manninum. Í henni var meðal annars fatnaður en athygli vakti að allir merkimiðar höfðu verkið fjarlægðir. Áður en maðurinn var jarðsettur fannst dularfullur miði í földum vasa á buxum mannsins. Um var að ræða afrifu sem á stóð „Tamad Shud“, sem þýðir „lokið“ eða „búinn“. Lögregla komst að því að um var að ræða lokaorð ljóðabókar eftir 12. aldar persneskan stærðfræðing. Ótrúlegt en satt þá tókst lögreglu að finna bókina sem orðin höfðu verið rifið úr. Á einni síðu var að finna för eftir texta sem hafði verið skrifaður á annað blað og var það tilgáta lögreglu að um dulmál væri að ræða. Í bókinni fannst einnig símanúmer, sem reyndist vera í eigu hjúkrunarfræðingsins Jessicu Ellen Thompson. Þegar henni var sýnd afsteypa af höfði mannsins sagðist hún ekki kannast við hann en lögregla taldi viðbrögð hennar benda til annars. Dulmálið óleysta. Thompson viðurkenndi að hafa gefið fyrrverandi kærasta eintak af ljóðabókinni, Rubaiyat. Kærastinn, Alf Boxall, reyndist hins vegar enn eiga sitt eintak og það var órifið. Boxall var þá verkamaður en hafði starfað hjá leyniþjónustunni í stríðinu. Það komst aldrei upp hvort einhver tengsl voru á milli Thompson, Boxall og Somerton-mannsins en árið 2014 sagðist dóttir Thompson þess fullviss að móðir hennar hefði þekkt manninn dularfulla. Þá vekur athygli að í júní árið 1945, rétt hjá hótelinu þar sem Thompson gaf Boxall eintak af Rubaiyat, fannst maður að nafni George Marshall látinn. Á líkinu lá eintak af Rubaiyat og rannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði veirð fyrir Marshall. Þegar Somerton-maðurinn var krufinn þremur árum seinna komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hann hefði mætt sömu örlögum. Umfjöllun BBC.
Erlend sakamál Ástralía Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira