Benzema í franska hópnum sem fer á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2021 22:15 Karim Benzema er í franska hópnum sem fer á EM í sumar. AP/Bernat Armangue Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. Benzema hefur verið hvergi sjáanlegur undanfarin ár er Frakkar nældu í silfur á EM í Frakklandi 2016 og svo gull á HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Ekki hefur enn verið dæmt í málinu en franska landsliðið tók afstöðu með Valbuena. Það er þangað til nú. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, vildi ekki gefa upp hvað fór milli hans og Benzema er þeir ræddu saman nýverið um mögulegt sæti hans í liðinu. Flest stærstu nöfn Frakklands eru í hópnum. Þar má nefna Hugo Lloris, Benjamin Pavard, Jules Kounde, Raphaël Varane, N‘Golo Kante, Paul Pogba, Kingsley Coman, Kylian Mbappé, Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé. Hér að neðan má sjá mögulegt byrjunarlið Frakklands á EM í sumar og leikmannahópinn sem Didier Deschamps hefur úr að velja. OFFICIAL: France have announced their squad for the 2020 European Championship. #EURO2020 pic.twitter.com/qUHIeA9eWa— Squawka News (@SquawkaNews) May 18, 2021 Hinn 33 ára gamli Benzema hefur verið frábær í liði Real Madrid á leiktíðinni og er í raun eina ástæðan fyrir því að liðið á enn einhvern möguleika á að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina. Hann hefur spilað 33 leiki og skorað 22 mörk ásamt því að leggja upp 8 til viðbótar í deildinni. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Frakkland Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Benzema hefur verið hvergi sjáanlegur undanfarin ár er Frakkar nældu í silfur á EM í Frakklandi 2016 og svo gull á HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Ekki hefur enn verið dæmt í málinu en franska landsliðið tók afstöðu með Valbuena. Það er þangað til nú. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, vildi ekki gefa upp hvað fór milli hans og Benzema er þeir ræddu saman nýverið um mögulegt sæti hans í liðinu. Flest stærstu nöfn Frakklands eru í hópnum. Þar má nefna Hugo Lloris, Benjamin Pavard, Jules Kounde, Raphaël Varane, N‘Golo Kante, Paul Pogba, Kingsley Coman, Kylian Mbappé, Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé. Hér að neðan má sjá mögulegt byrjunarlið Frakklands á EM í sumar og leikmannahópinn sem Didier Deschamps hefur úr að velja. OFFICIAL: France have announced their squad for the 2020 European Championship. #EURO2020 pic.twitter.com/qUHIeA9eWa— Squawka News (@SquawkaNews) May 18, 2021 Hinn 33 ára gamli Benzema hefur verið frábær í liði Real Madrid á leiktíðinni og er í raun eina ástæðan fyrir því að liðið á enn einhvern möguleika á að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina. Hann hefur spilað 33 leiki og skorað 22 mörk ásamt því að leggja upp 8 til viðbótar í deildinni.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Frakkland Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira