Ekki í lagi að ferðaglaðir Íslendingar séu að græta erlent starfsfólk Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 16:51 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Vísir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, segir að reynsla erlends starfsfólks í ferðaþjónustu í samskiptum við íslenska viðskiptavini hafi verið bitur í mörgum tilvikum síðasta sumar. „Við skulum segja að Íslendingar hafi verið nokkuð kröfuharðir viðskiptavinir, sem í sjálfu sér er ekki neitt slæmt. Við viljum auðvitað að viðskiptavinir láti vita hvað þeir vilja og reynum að þjónusta það eins og mögulegt er. En það eru þessir hlutir varðandi til dæmis framkomu við erlent starfsfólk sem komu okkur óskemmtilega á óvart,“ sagði Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Að sögn Jóhannesar voru þess dæmi að starfsfólk í móttöku mætti mikilli ókurteisi fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku og þurfa því að beita fyrir sig enskunni. Grein Húsvíkingsins Egils Páls Egilssonar um slæma mannasiði Íslendinga á ferðum sínum um landið vakti mikla athygli og vakti umræðu um þessa „martröð sem ekki er talað um.“ Þar skrifaði Egill Páll: „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks.“ Íslendingar geti bætt sig í framkomu Í viðtali við Bylgjuna í gær sagðist Jóhannes kannast við ýmis þau umkvörtunarefni sem fram koma í greininni. Reynsla sumra starfsmanna hafi oft einfaldlega verið „afar neikvæð og leiðinleg.“ „Sumar sögurnar sem ég heyrði síðastliðið sumar sneru að fólki með langa ferðamálamenntun erlendis frá, jafnvel reynslu frá fimm stjörnu hótelum erlendis og búið að vera lengi í faginu, en fékk, skulum við segja, afar vond viðbrögð frá íslenskum viðskiptavinum fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að svona samskipti séu of algeng, ekki síst í ljósi þess að erlent starfsfólk leggi sig margt mjög fram við að læra íslenskuna, þótt vissulega sé ekki alltaf hlaupið að því að verða fullnuma í málinu. „Ég held að þetta sumar hafi sýnt okkur í ferðaþjónustunni að við Íslendingar sem samfélag getum bætt okkur í framkomu okkar við samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki tungumál okkar fullkomlega.“ Aðrir þættir hafi einnig verið til ama fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, eins og sú tilhneiging Íslendinga að koma með sitt eigið áfengi inn á veitinga- eða afþreyingarstaði. „Þetta er eitthvað sem við gerum almennt ekki á veitingastöðum í útlöndum og þetta er óvirðing við staðinn og þjónustuna sem þar er seld,“ sagði Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Innflytjendamál Tengdar fréttir Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
„Við skulum segja að Íslendingar hafi verið nokkuð kröfuharðir viðskiptavinir, sem í sjálfu sér er ekki neitt slæmt. Við viljum auðvitað að viðskiptavinir láti vita hvað þeir vilja og reynum að þjónusta það eins og mögulegt er. En það eru þessir hlutir varðandi til dæmis framkomu við erlent starfsfólk sem komu okkur óskemmtilega á óvart,“ sagði Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Að sögn Jóhannesar voru þess dæmi að starfsfólk í móttöku mætti mikilli ókurteisi fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku og þurfa því að beita fyrir sig enskunni. Grein Húsvíkingsins Egils Páls Egilssonar um slæma mannasiði Íslendinga á ferðum sínum um landið vakti mikla athygli og vakti umræðu um þessa „martröð sem ekki er talað um.“ Þar skrifaði Egill Páll: „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks.“ Íslendingar geti bætt sig í framkomu Í viðtali við Bylgjuna í gær sagðist Jóhannes kannast við ýmis þau umkvörtunarefni sem fram koma í greininni. Reynsla sumra starfsmanna hafi oft einfaldlega verið „afar neikvæð og leiðinleg.“ „Sumar sögurnar sem ég heyrði síðastliðið sumar sneru að fólki með langa ferðamálamenntun erlendis frá, jafnvel reynslu frá fimm stjörnu hótelum erlendis og búið að vera lengi í faginu, en fékk, skulum við segja, afar vond viðbrögð frá íslenskum viðskiptavinum fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að svona samskipti séu of algeng, ekki síst í ljósi þess að erlent starfsfólk leggi sig margt mjög fram við að læra íslenskuna, þótt vissulega sé ekki alltaf hlaupið að því að verða fullnuma í málinu. „Ég held að þetta sumar hafi sýnt okkur í ferðaþjónustunni að við Íslendingar sem samfélag getum bætt okkur í framkomu okkar við samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki tungumál okkar fullkomlega.“ Aðrir þættir hafi einnig verið til ama fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, eins og sú tilhneiging Íslendinga að koma með sitt eigið áfengi inn á veitinga- eða afþreyingarstaði. „Þetta er eitthvað sem við gerum almennt ekki á veitingastöðum í útlöndum og þetta er óvirðing við staðinn og þjónustuna sem þar er seld,“ sagði Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Innflytjendamál Tengdar fréttir Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17