Ráðherrarnir funduðu í Hörpu með föruneytum sínum en fundurinn hófst klukkan 10. Í framhaldi af honum hefst fyrrnefndur blaðamannafundur sem samkvæmt dagskrá á að hefjast 11:20.
Blinken mun síðan funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra klukkan eitt og klukkutíma síðar hittir hann Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands. Að þeim fundi loknum fara þeir Blinken og Guðlaugur Þór í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun þar sem ráðherrann bandaríski fær kynningu á Carbfix-verkefninu.
Mótmælendur hafa safnast saman fyrir utan Hörpu þar sem minnt er á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið.
Blinken og föruneyti hans kom til landsins í gærkvöldi, en hann sækir Ísland heim í tengslum við fund Norðurskautsráðsins sem haldinn er í Reykjavík. Fundurinn hefst á morgun og markar lok tveggja ára formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu.
Uppfært: Upptöku frá fundinum má sjá að neðan.