Körfubolti

Marv Albert leggur hljóðnemann á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marv Albert hefur verið rödd NBA-deildarinnar svo lengi sem elstu menn muna.
Marv Albert hefur verið rödd NBA-deildarinnar svo lengi sem elstu menn muna. getty/Mitchell Leff

Íþróttalýsarinn goðsagnakenndi Marv Albert sest í helgan stein eftir að tímabilinu í NBA-deildinni lýkur.

Albert, sem verður áttræður í næsta mánuði, hefur lýst íþróttaleikjum í að verða sextíu ár og er jafnan talinn einn sá besti, eða sá besti, í faginu.

Albert lýsti sínum fyrsta leik með New York Knicks 1963 þegar hann var aðeins 21 árs. Hann lýsti síðan leikjum Knicks um nokkurra áratuga skeið.

Hann er þekktastur fyrir körfuboltalýsingar sínar en hefur einnig lýst öðrum íþróttagreinum eins og amerískum fótbolta og hafnabolta.

Albert hefur starfað fyrir TNT í rúm tuttugu ár. Áður starfaði hann fyrir NBC. Albert hefur lýst þrettán úrslitaeinvígum í NBA og 25 stjörnuleikjum.

Albert leggur hljóðnemann á hilluna eftir síðasta leikinn í úrslitum Austurdeildarinnar. ESPN er með réttinn á sjálfu úrslitaeinvíginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×