Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 08:38 Í heildina hafa rúmlega 270 þúsund manns dáið vegna Covid-19 á Indlandi, svo vitað sé, og tæplega 25 milljónir hafa smitast. AP/Anupam Nath Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. Í heildina hafa rúmlega 270 þúsund manns dáið vegna Covid-19 á Indlandi, svo vitað sé, og tæplega 25 milljónir hafa smitast. Á síðastliðinni viku hefur smituðum fjölgað um rúmar tvær milljónir og dauðsföllum um nærri því 28 þúsund. Sérfræðingar segja tölurnar líklegast vera mun hærri í rauninni. Reuters fréttaveitan segir að tilfellum hafi farið fækkandi víða á Indlandi samhliða hertum sóttvarnaraðgerðum. Þeim hafi þó fjölgað á nokkrum strjálbýlum svæðum og vegna þess hafi Narendra Modi, forsætisráðherra, kallað eftir því í gær að aukin áhersla yrði lögð á þau svæði. Í frétt Times of India segir að öndunarvélar víðsvegar um landið séu ekki notaðar vegna skorts á þjálfun og nauðsynlegum varahlutum. Þá hafi embættismenn sagt öndunarvélar í boði en hvergi sé pláss fyrir þær. Læknar hafi þar að auki sagst hræddir við að nota öndunarvélar af ótta við að þær bili og ógni þannig lífi sjúklinga. Rannsókn miðilsins leiddi í ljóst að einung 83 af 320 öndunarvélum sem bárust til þriggja sjúkrahúsa í Punjab væru í notkun. Í öðru héraði sé nærri því helmingur 109 öndunarvéla ekki í notkun og tuttugu prósent í öðru. Í Rajssthan eru einungis 500 af 1.900 öndunarvélum í notkun. Haft er eftir heilbrigðisráðherra héraðsins að læknar óttist bilanir. Um þrjú hundruð öndunarvélanna hafi bilað í notkun. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Í heildina hafa rúmlega 270 þúsund manns dáið vegna Covid-19 á Indlandi, svo vitað sé, og tæplega 25 milljónir hafa smitast. Á síðastliðinni viku hefur smituðum fjölgað um rúmar tvær milljónir og dauðsföllum um nærri því 28 þúsund. Sérfræðingar segja tölurnar líklegast vera mun hærri í rauninni. Reuters fréttaveitan segir að tilfellum hafi farið fækkandi víða á Indlandi samhliða hertum sóttvarnaraðgerðum. Þeim hafi þó fjölgað á nokkrum strjálbýlum svæðum og vegna þess hafi Narendra Modi, forsætisráðherra, kallað eftir því í gær að aukin áhersla yrði lögð á þau svæði. Í frétt Times of India segir að öndunarvélar víðsvegar um landið séu ekki notaðar vegna skorts á þjálfun og nauðsynlegum varahlutum. Þá hafi embættismenn sagt öndunarvélar í boði en hvergi sé pláss fyrir þær. Læknar hafi þar að auki sagst hræddir við að nota öndunarvélar af ótta við að þær bili og ógni þannig lífi sjúklinga. Rannsókn miðilsins leiddi í ljóst að einung 83 af 320 öndunarvélum sem bárust til þriggja sjúkrahúsa í Punjab væru í notkun. Í öðru héraði sé nærri því helmingur 109 öndunarvéla ekki í notkun og tuttugu prósent í öðru. Í Rajssthan eru einungis 500 af 1.900 öndunarvélum í notkun. Haft er eftir heilbrigðisráðherra héraðsins að læknar óttist bilanir. Um þrjú hundruð öndunarvélanna hafi bilað í notkun.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent