Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 13:42 Konur að vinnu á akri nærri Mekelle, höfuðborg Tigray. Vitni segja þúsundum kvenna hafa verið nauðgað og nauðgunum sé beint með markvissum hætti. AP/Ben Curtis Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. Þá hafa hermenn gert eftirlitsaðilum og blaðamönnum erfitt að ferðast til héraðsins. Hermenn hafa sömuleiðis stöðvað hjálparsendingar frá Sameinuðu þjóðunum. Sömuleiðis hefur verið tekið hart á blaðamönnum á svæðinu og yfirvöld Eþíópíu vísuðu til að mynda blaðamanni New York Times úr landi eftir að hann tók viðtöl við fórnarlömb nauðgana. Fregnir hafa þó borist frá íbúum sem segja hræðilegar sögur af ástandinu í Tigray. Guardian hefur til að mynda eftir nunnu frá Tigray að hermenn nauðgi konum og allt að átta ára stúlkum með markvissum hætti. Þeim sé jafnvel nauðgað á almannafæri og fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Þá séu konurnar skornar á höfnum og fótum. „Þetta var svo víða. Ég sé þetta alls staðar, þúsundir,“ sagði nunnan. Eyðilagður skriðdreki í Tigray. Hörð átök áttu sér stað í héraðinu fyrir áramót.AP/Ben Curtis Í haldi hermanna í mánuð Blaðamaður NPR komst nýverið inn í Tigray og ræddi þar við íbúa. Hann ræddi við konu sem hafði flúið undan átökum til Mekelle, höfuðborgar Tigray, hún, fjölskylda hennar og aðrir flóttamenn héldu til í gömlum leikskóla í borginni. Hún og átta aðrar konur fóru þó úr skólanum og úr borginni í leit að mat. Þar voru þær handsamaðar af hermönnum, barðar, bundnar og færðar til herstöðvar. Þar voru þær hlekkjaðar við gólfið og þeim nauðgað ítrekað í um það bil mánuð. Svo illa var farið með þær að nokkrar konur báðu nauðgara sína um að drepa þær. Að endingu var konan færð úr herstöðinni og skilinn eftir á víðavangi. Henni tókst þó að komast á sjúkrahús þar sem læknar fjarlægðu fimm sokka úr leggöngum hennar. Konan segir það allra versta þó að nú viti hún ekki hvar börn sín séu niðurkomin. Hún viti ekki hvort þau séu lífs eða liðin. Átök sem hófust í nóvember Átökin í Tigray hófust í nóvember þegar forseti Eþíópíu, Abiy Ahmed, sem hefur unnið friðarverðlaun Nóbels, sendi her ríkisins gegn valdamikilli héraðsstjórn í Tigray. Frelsishreyfingin sem stjórnaði þá Tigray, var áður ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil eða þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Þá greip Abiy til aðgerða gegn Frelsishreyfingarinnar og rak marga ráðamenn og embættismenn úr störfum innan hins opinbera vegna ásakana um spillingu. Spennuna í Eþíópíu má einnig rekja til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra og sagði það vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eþíópía Hernaður Mannréttindi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Þá hafa hermenn gert eftirlitsaðilum og blaðamönnum erfitt að ferðast til héraðsins. Hermenn hafa sömuleiðis stöðvað hjálparsendingar frá Sameinuðu þjóðunum. Sömuleiðis hefur verið tekið hart á blaðamönnum á svæðinu og yfirvöld Eþíópíu vísuðu til að mynda blaðamanni New York Times úr landi eftir að hann tók viðtöl við fórnarlömb nauðgana. Fregnir hafa þó borist frá íbúum sem segja hræðilegar sögur af ástandinu í Tigray. Guardian hefur til að mynda eftir nunnu frá Tigray að hermenn nauðgi konum og allt að átta ára stúlkum með markvissum hætti. Þeim sé jafnvel nauðgað á almannafæri og fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Þá séu konurnar skornar á höfnum og fótum. „Þetta var svo víða. Ég sé þetta alls staðar, þúsundir,“ sagði nunnan. Eyðilagður skriðdreki í Tigray. Hörð átök áttu sér stað í héraðinu fyrir áramót.AP/Ben Curtis Í haldi hermanna í mánuð Blaðamaður NPR komst nýverið inn í Tigray og ræddi þar við íbúa. Hann ræddi við konu sem hafði flúið undan átökum til Mekelle, höfuðborgar Tigray, hún, fjölskylda hennar og aðrir flóttamenn héldu til í gömlum leikskóla í borginni. Hún og átta aðrar konur fóru þó úr skólanum og úr borginni í leit að mat. Þar voru þær handsamaðar af hermönnum, barðar, bundnar og færðar til herstöðvar. Þar voru þær hlekkjaðar við gólfið og þeim nauðgað ítrekað í um það bil mánuð. Svo illa var farið með þær að nokkrar konur báðu nauðgara sína um að drepa þær. Að endingu var konan færð úr herstöðinni og skilinn eftir á víðavangi. Henni tókst þó að komast á sjúkrahús þar sem læknar fjarlægðu fimm sokka úr leggöngum hennar. Konan segir það allra versta þó að nú viti hún ekki hvar börn sín séu niðurkomin. Hún viti ekki hvort þau séu lífs eða liðin. Átök sem hófust í nóvember Átökin í Tigray hófust í nóvember þegar forseti Eþíópíu, Abiy Ahmed, sem hefur unnið friðarverðlaun Nóbels, sendi her ríkisins gegn valdamikilli héraðsstjórn í Tigray. Frelsishreyfingin sem stjórnaði þá Tigray, var áður ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil eða þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Þá greip Abiy til aðgerða gegn Frelsishreyfingarinnar og rak marga ráðamenn og embættismenn úr störfum innan hins opinbera vegna ásakana um spillingu. Spennuna í Eþíópíu má einnig rekja til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra og sagði það vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.
Eþíópía Hernaður Mannréttindi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira